Þriggja daga þjóðarsorg í Eþíópíu

Þriggja daga þjóðarsorg hófst í Eþíópíu í dag en í gær tróðust 52 undir á trúarhátíð skammt frá höfuðborga landsins, Addis Ababa.

Fólkið tróðst undir eftir að til átaka kom á milli fólks af Oromo þjóðarbrotinu og lögreglu. Fleiri þúsund gestir voru á trúarhátíðinni sem markar lok regntímabilsins. Nokkrir gestir tóku sig saman og mynduðu tákn mótmæla Oromo, krosslögðu hendur fyrir ofan höfuð sér, og herma fréttir að við það hafi lögreglan sprautað táragasi á fólkið. Mikil skelfing braust út með þeim afleiðingum að fólk tróðst undir í mannþrönginni.

Merera Gudina, formaður stjórnarandstöðuflokks Oromo, segir að hann hafi talið að mun fleiri hefðu látist. Hann telur að stjórnvöld upplýsi ekki um alla þá sem létust því fólk sem var á staðnum segir að yfir 100 hafi látist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert