Hárprúðasta ungbarnið?

Hann Junior litli vekur athygli hver sem hann fer.
Hann Junior litli vekur athygli hver sem hann fer.

Hárið á höfði hins níu vikna gamla Juni­or Cox Noon verður til þess að það tek­ur móður hans mjög lang­an tíma að kaupa í mat­inn þegar hún er með hann í för. For­vitið, ókunn­ugt fólk kem­ur upp að henni og vill heilsa upp á dreng­inn sem hlýt­ur að vera meðal hár­prúðustu barna ver­ald­ar.

Mynd­skeið þar sem móðir hans Chel­sea þurrk­ar hár hans með hárþurrku er nú eitt það vin­sæl­asta á net­inu. Eng­an skal undra, hann Juni­or er ein­stak­lega sæt­ur og bros­ir krútt­lega til móður sinn­ar er hún hef­ur lokið við að þurrka hárið. „Fólk spyr mig hvort ég ætli að klippa hárið en þetta er svo ein­stakt svo ég held að ég leyfi því bara að vera,“ seg­ir móðirin.

Móðirin seg­ir í sam­tali við MailOn­line að son­ur henn­ar njóti at­hygl­inn­ar. Hann vilji helst ekki hafa húfu eða hatt á höfðinu. Vegna hárs­ins er hann nú oft kallaður Litli-Björn.

Dreng­ur­inn er fædd­ur í Bright­on á Englandi. Hann er níu vikna á mynd­skeiðinu hér á neðan. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert