Gæti afnumið 70% laga og reglna

Donald Trump segir að meirihluti laga og reglan alríkisstjórnarinnar megi …
Donald Trump segir að meirihluti laga og reglan alríkisstjórnarinnar megi missa sín. AFP

Verði Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna gæti hann afnumið allt að 70% allra alríkislaga og reglna en hann telur reglugerðafargan vera fyrirtækjum í landinu fjötur um fót. Reglur um öryggi og umhverfi megi hins vegar halda sér.

„Við erum að klippa í sundur reglugerðir jafnt og þétt. Ég myndi segja að 70% reglugerða megi missa sín. Þær eru bara að stöðva fyrirtæki í að vaxa,“ sagði Trump á viðburði í New Hampshire.

Áður hafði Anthony Scaramucci, ráðgjafi hans og fjársýslumaður af Wall Street, sagt að hægt væri að afnema 10% regluverksins. Allar alríkisstofnanir yrðu beðnar um að meta reglugerðir sínar eftir mikilvægi og verði þau 10% sem eru síst mikilvæg grisjuð burt.

Á meðal þeirra reglugerða sem Trump sæktist eftir að breyta væru umbætur á lagaumhverfi banka sem samþykktar voru í kjölfar efnahagskreppunnar og þeir kaflar sem væru „fjandsamlegastir“ fyrirtækjum fjarlægðir.

Frétt BBC 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert