Mike Pence, varaforsetaefni Donalds Trump, segist hafa verið „hneykslaður“ á niðrandi ummælum Trumps um konur og að hann geti á engan hátt varið þau.
Frétt mbl.is: „Ég mun aldrei gefast upp“
„Ég legg blessun mína ekki yfir ummæli hans og get ekki varið þau,“ sagði Pence í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.
Hann bætti við að í kappræðum Trump og Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, annað kvöld fái Trump tækifæri „til að sýna hvað býr í hjarta hans“.
Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummælin, sem hann hafði uppi árið 2005.