Pence hneykslaður á ummælum Trump

Mike Pence, varaforsetaefni Donalds Trump.
Mike Pence, varaforsetaefni Donalds Trump. AFP

Mike Pence, vara­for­seta­efni Don­alds Trump, seg­ist hafa verið „hneykslaður“ á niðrandi um­mæl­um Trumps um kon­ur og að hann geti á eng­an hátt varið þau.

Frétt mbl.is: „Ég mun aldrei gef­ast upp“

„Ég legg bless­un mína ekki yfir um­mæli hans og get ekki varið þau,“ sagði Pence í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér.

Hann bætti við að í kapp­ræðum Trump og Hillary Cl­int­on, fram­bjóðanda demó­krata, annað kvöld fái Trump tæki­færi „til að sýna hvað býr í hjarta hans“.

Don­ald Trump hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir um­mæl­in, sem hann hafði uppi árið 2005.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: Popp
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert