„Nóg komið!“

Stuðningur við Donald Trump fer þverrandi. Forsíða New York Times …
Stuðningur við Donald Trump fer þverrandi. Forsíða New York Times er eins og flestra stærri fjölmiðla heims lögð undir umfjöllun um stöðu Trumps. Skjáskot/New York Times

Sí­fellt bæt­ist í hóp þeirra re­públi­kana sem segj­ast ekki leng­ur styðja for­seta­efni flokks­ins, Don­ald Trump. 150 leiðtog­ar flokks­ins hafa til­kynnt það op­in­ber­lega að þeir muni ekki kjósa hann. Trump seg­ist sjálf­ur aldrei ætla að gef­ast upp og hætta við fram­boðið.

Í frétt New York Times kem­ur fram að yfir 150 leiðtog­ar re­públi­kana hafi lýst því yfir að þeir styðji ekki Trump. Þeir hafi misst þol­in­mæðina gagn­vart hon­um.

Í kjöl­far þess að Washingt­on Post birti upp­töku af því þegar Trump talaði niðrandi um kon­ur; hvernig hann grípi í þær og kyssi þegar hon­um henti, hef­ur hóp­ur manna, sem áður sagðist styðja hann, lýst því yfir að nú sé nóg komið. Þeir muni ekki styðja hann áfram þrátt fyr­ir að hann hafi beðist af­sök­un­ar og sagst breytt­ur maður. Viðtalið sem Washingt­on Post birti var tekið fyr­ir 11 árum. Það hef­ur ekki áður heyrst op­in­ber­lega. 

For­setafram­bjóðand­inn fyrr­ver­andi John McCain og ut­an­rík­is­ráðherr­ann fyrr­ver­andi Condo­leezza Rice eru meðal þeirra sem nú hafa op­in­ber­lega af­neitað Trump. „Nóg komið!“ seg­ir Rice. „Don­ald Trump ætti ekki að verða for­seti. Hann ætti að draga fram­boð sitt til baka.“

Arnold Schw­arzenegger, fyrr­ver­andi rík­is­stjóri Kali­forn­íu, seg­ir: „Í fyrsta sinn síðan ég varð banda­rísk­ur rík­is­borg­ari árið 1983 mun ég ekki kjósa re­públi­kana sem for­seta.“

Hegðun­ar­mynst­ur Trumps

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn Mike Cra­po reið á vaðið í gær og dró stuðning sinn við Trump til baka. Hann sagði það hafa verið erfiða ákvörðun en að „hegðun­ar­mynst­ur“ Trumps geri hon­um ókleift að styðja hann. „Hann hef­ur ít­rekað hegðað sér gagn­vart og talað um kon­ur af virðing­ar­leysi.“

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn Kelly Ayotte sendi einnig frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag þar sem sagði: „Ég get ekki og mun ekki styðja fram­bjóðanda til for­seta sem stær­ir sig af því að niður­lægja kon­ur og beita þær of­beldi.“

Ayotte seg­ist þó ekki ætla að kjósa Hillary Cl­int­on, eins og nokkr­ir aðrir re­públi­kan­ar hafa lýst yfir. Þess í stað ætli hún að skrifa nafn Mike Pence, vara­for­seta­efn­is Trumps, á kjör­seðil­inn. Fleiri re­públi­kan­ar hafa í dag tekið í sama streng.

Lisa Mur­kowski, öld­unga­deild­arþingmaður í Alaska, seg­ir að Trump hafi fyr­ir­gert rétti sín­um til að verða for­seta­efni flokks­ins.

Trump seg­ir hins veg­ar mögu­leik­ana á því að hann dragi fram­boð sitt til baka alls enga. Hann seg­ist finna „ótrú­leg­an“ stuðning í augna­blik­inu.

Pence hef­ur einnig sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kom að um­mæli Trumps væru móðgandi en hann væri þakk­lát­ur fyr­ir að Trump sýndi iðrun og hefði beðist af­sök­un­ar. „Við mun­um biðja fyr­ir fjöl­skyldu hans,“ bætti hann við.

Þing­for­set­inn og re­públi­kan­inn Paul­Ry­an seg­ir að hon­um hafi orðið óglatt við að heyra hvernig Trump talaði um kon­ur. 

Donald Trump hefur heitið því að ræða ummælin enn frekar …
Don­ald Trump hef­ur heitið því að ræða um­mæl­in enn frek­ar í kapp­ræðum kvölds­ins en þá mæt­ast þau Hillary Cl­int­on í annað sinn. AFP

Aðrar kapp­ræður þeirra Trump og Cl­int­on fara fram í kvöld, í nótt að ís­lensk­um tíma. Trump sagði í gær að hann myndi ræða þetta mál frek­ar í þeim.

Í síðustu kapp­ræðum voru efna­hags­mál og skatta­mál fyr­ir­ferðar­mik­il. Ekki var minnst einu orði á skot­vopna­eign og lög­reglu­of­beldi sem eru áber­andi nú í umræðunni vest­an­hafs. Þá var held­ur ekki rætt um flótta­menn og stríðið í Sýr­landi. Marg­ir voru und­ir það bún­ir að þau mál­efni yrðu of­ar­lega á baugi í kapp­ræðum kvölds­ins. 

Frétt BBC um málið.

Frétt CNN um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert