Fljúga tvívængjum yfir alla Afríku

Tólf tvívængjur frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar munu fljúga tæplega þrettán þúsund kílómetra yfir Afríku, frá Krít til Höfðaborgar, í næsta mánuði. Ástæðan er nýstárlegt kappflug, sem á þó rætur sínar að rekja til upphafsára flugsins.

Flugmenn tvívængjanna munu fljúga meðfram Níl frá Kaíró til Kartúm, yfir hálendi Eþíópíu, suður í gegnum Austur-Afríku, fram hjá Kilimanjaro, yfir Viktoríufossa og enda loks í Suður-Afríku.

„Flugvélarnar munu fljúga í hita, hátt yfir jörðu, og þær munu eiga í erfiðleikum, og flugmennirnir sömuleiðis,“ segir skipuleggjandinn Sam Rutherford í samtali við AFP á flugvellinum í Brighton á Englandi.

„Það er engin sjálfstýring, engin sjálfvirk kerfi, þetta er allt flogið með höndunum og næstum án allra varna gegn náttúruöflunum. Sólin, vindur, ryk og olía sem frussast úr hreyflinum á meðan hann snýst. Þetta er allt í botn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert