Konungur Taílands, Bhumibol Adulyadej, er látinn 88 ára eftir langvinn veikindi, að því er fram kemur í tilkynningu frá konungshöllinni. Bhumibol Adulyadej hefur verið við völd í sjö áratugi og var valdaafmælinu fagnað í sumar.
Í tilkynningu kemur fram að konungurinn hafi fengið friðsælt andlát á Siriraj-sjúkrahúsinu.
Frétt mbl.is: Biðja fyrir konunginum
Bhumibol hafði ríkt lengur en nokkur núlifandi konungur í heiminum. Hann naut mikillar virðingar í landi sínu, er nánast tignaður sem hálfguð. Flestir Taílendingar þekkja ekki annað en að hann sé konungur þeirra en hörð viðurlög hafa verið við því að móðga konungsfjölskylduna í landinu. Sonur hans, sem er 64 ára að aldri, Maha Vajiralongkorn, verður næsti konungur landsins.
Árið 2014 komust herforingjar til valda í landinu og hétu því að koma stöðugleika á í Taílandi eftir áratuga langar pólitískar deilur. Herinn er með náin tengsl við hirðinga og nutu herforingjarnir mikils stuðnings þaðan þegar þeir tóku völdin.