Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, sakar keppinaut sinn, Hillary Clinton, um að hafa verið undir áhrifum eiturlyfja í síðustu sjónvarpskappræðum þeirra tveggja. Því krefst hann þess að þau fari í lyfjapróf fyrir næstu kappræður.
„Ég tel að við ættum að fara í lyfjapróf fyrir kappræðurnar,“ sagði Trump við þúsundir áhanganda sinna á kosningafundi á bílastæði Toyota-bílasölu í gær.
Frétt mbl.is: Trump vill lyfjapróf fyrir kappræðurnar
„Við ættum að fara í lyfjapróf á undan því ég veit ekki hvað er eiginlega í gangi hjá henni. En í upphafi síðustu kappræna var hún hátt uppi en í lokin var úr henni allur vindur og hún komst varla í bílinn.“
Þegar Clinton var beðin um að tjá sig um ummæli Trumps bárust þau skilaboð frá kosningaskrifstofu hennar að það væri og snemmt til þess að svara ásökunum hans.
Clinton hefur haldið sig til hlés um helgina til þess að undirbúa sig undir næstu sjónvarpskappræður sem fram fara á miðvikudag.