„Einn daginn mun spilaborgin hrynja“

AFP

Evru­svæðið virk­ar ekki í nú­ver­andi mynd og Evr­ópski seðlabank­inn hef­ur gengið of langt í að reyna að bjarga henni. Þetta er haft eft­ir Ot­mar Issing, pró­fess­or og fyrr­ver­andi aðal­hag­fræðingi bank­ans, á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph.

„Einn dag­inn mun spila­borg­in hrynja,“ er haft eft­ir Issing sem hef­ur verið nefnd­ur einn af feðrum evr­unn­ar vegna þátt­töku hans í að koma gjald­miðlin­um á lagg­irn­ar á sín­um tíma. Issing seg­ir stjórn­mála­menn hafa svikið evr­una. Haldið hefði verið rangt á mál­um vegna henn­ar í byrj­un og síðan hafi staðan farið versn­andi.

„Raun­in er sú að þetta mun snú­ast um að redda sér, berj­ast frá einni krísu til þeirr­ar næstu. Það er erfitt að spá því hversu lengi það held­ur áfram en þetta get­ur ekki gengið svona enda­laust,“ seg­ir Issing. Evr­ópski seðlabank­inn hafi farið út fyr­ir heim­ild­ir sín­ar í lög­um til þess að bjarga gjaldþrota evru­ríkj­um.

Fram kem­ur í frétt­inni að orð Issing séu til marks um þá staðreynd að und­ir­liggj­andi vanda­mál evru­svæðis­ins hafi ekki verið leyst sem bygg­ist á því að svæðið sam­an­stend­ur af ólík­um hag­kerf­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert