Stefnir í hörkuviðureign í Vegas

Það stefnir í dúndurkappræður í kvöld.
Það stefnir í dúndurkappræður í kvöld. AFP

Þriðju og síðustu kapp­ræður for­seta­efn­anna Hillary Cl­int­on og Don­ald Trump fara fram í Las Vegas í nótt en eft­ir hama­gang síðustu daga og vikna má gera ráð fyr­ir mikl­um has­ar.

Cl­int­on hef­ur mátt þola leka á tölvu­póst­um og ræðum sem hún hélt fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tækið Goldm­an Sachs, en Trump á í síst minni vand­ræðum eft­ir miður fal­leg um­mæli sín um að káfa á kon­um án samþykk­is, sem urðu þess vald­andi að marg­ar kon­ur stigu fram og sökuðu hann um ná­kvæm­lega það.

Kapp­ræðunum verður stjórnað af Chris Wallace frá Fox News en til umræðu verða skuld­ir og bæt­ur, inn­flytj­end­ur, efna­hags­mál­in, hæstirétt­ur, átök er­lend­is og hæfi til að gegna embætti for­seta.

Mál­efn­in eru fun­heit en allt eins lík­legt að umræða um þau muni víkja fyr­ir per­sónu­leg­um árás­um á báða bóga.

Skoðanakann­an­ir benda til þess að Cl­int­on hafi 7 pró­sentu­stiga for­skot á Trump, en það er svipaður mun­ur og var á milli Barack Obama og John McCain á sama tíma­punkti í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2008.

Cl­int­on er jafn­vel tal­in eiga mögu­leika á því að sigra ríki sem venju­lega hall­ast að for­seta­efni Re­públi­kana­flokks­ins, s.s. Alaska, Utah og Texas.

Lítið hef­ur farið fyr­ir Cl­int­on síðustu daga enda hef­ur hún verið að und­ir­búa sig fyr­ir kapp­ræðurn­ar. Trump hef­ur vakið at­hygli á þessu og gert grín að Cl­int­on fyr­ir „að vera að hvíla sig“. Kosn­ingat­eymi Cl­int­on hef­ur sagt að hún muni reyna hvað hún get­ur að halda sig við mál­efn­in í nótt og láta ekki Trump setja sig úr jafn­vægi með ódýr­um skot­um.

Sama hversu vel Trump tekst að koma sér hjá því að svara mál­efna­spurn­ing­um, sem hann hef­ur átt erfitt með, þá kemst hann lík­lega ekki hjá því að ræða um­mæli sín um að „grípa í pík­ur“ og ásak­an­ir sín­ar um kosn­inga­s­vindl.

Það stefn­ir í hörku­viður­eign í Vegas.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert