Mun Trump ekki una niðurstöðunni?

Donald Trump að loknum kappræðum kvöldsins, sem fram fóru í …
Donald Trump að loknum kappræðum kvöldsins, sem fram fóru í Las Vegas. AFP

Banda­ríski auðkýf­ing­ur­inn og for­setafram­bjóðand­inn Don­ald Trump ít­rekaði í kapp­ræðum kvölds­ins full­yrðing­ar sín­ar um að for­seta­kosn­ing­un­um væri hagrætt. Neitaði hann að svara því hvort hann myndi una niður­stöðu kosn­ing­anna.

„Ég mun líta á það þegar þar að kem­ur,“ sagði Trump. „Það sem ég hef séð er svo slæmt.“

Cl­int­on brást þá reið við og virt­ist vart trúa um­mæl­um Trump.

„Við skul­um hafa á hreinu hvað hann er að segja og hvað það þýðir. Hann er að kasta rýrð á lýðræði okk­ar,“ sagði Cl­int­on.

„Mér blöskr­ar að ein­hver sem er fram­bjóðandi annarra okk­ar tveggja stóru flokka, skuli taka þessa af­stöðu.“

Spurður af stjórn­and­an­um Chris Wallace hvort hann muni lýsa yfir ósigri ef niður­stöðurn­ar sýna að hann hafi tapað fyr­ir Cl­int­on, maldaði Trump enn í mó­inn.

„Ég skal halda þér spennt­um, allt í lagi?“

„Þetta er skelfi­legt,“ sagði Cl­int­on þá.

„Svo viðbjóðsleg kona“

Þessi for­dæma­lausa árás á hið lýðræðis­lega ferli þar vest­an­hafs var aðeins lít­ill hluti þeirra átaka sem áttu sér stað á palli kapp­ræðnanna í kvöld. Til dæm­is má nefna at­vik þegar Trump greip fram í fyr­ir svari Cl­int­on við spurn­ingu spyr­ils­ins, og sagði hana „svo viðbjóðslega konu.“ (e. „such a na­sty wom­an.“)

Þá gengu fram­bjóðend­urn­ir af sviðinu án þess að tak­ast í hend­ur, líkt og hefð er fyr­ir, en það gerðu þau sömu­leiðis ekki við upp­haf kapp­ræðanna.

„Þú ert strengja­brúðan“

Cl­int­on skaut snemma á Trump og full­yrti að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti stæði að baki fram­boðs hans til for­seta. Vísaði hún til skýrslna banda­rískra leyniþjón­ustna, þar sem seg­ir að tölvu­árás­ir Rússa hafi beinst að flokki henn­ar og fram­boði. Krafðist hún þess af Trump að hann for­dæmdi þessi af­skipti.

Trump sagði þá að hann myndi án vafa geta samið um betri sam­skipti við Kreml en Cl­int­on gæti í embætti for­seta.

„Pútín, miðað við allt sem ég hef séð, ber enga virðingu fyr­ir þess­ari mann­eskju.“

Svar Cl­int­on var þá hníf­beitt: „Ja, það er vegna þess að hann myndi frek­ar vilja strengja­brúðu sem for­seta Banda­ríkj­anna.“

Trump svarði um hæl: „Eng­in strengja­brúða. Þú ert strengja­brúðan.“

„Get­ur rifið barnið úr kviði móður­inn­ar“

Þótt kosn­inga­bar­átt­an hafi hingað til þótt eitruð, náðu fram­bjóðend­urn­ir að hefja kapp­ræðurn­ar á nokkuð mál­efna­leg­um nót­um, borið sam­an við síðustu viður­eign­ir.

Þau voru spurð um sýn sína á Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna, þar sem Cl­int­on sagði kosn­ing­arn­ar í raun snú­ast um „hvers kon­ar land við vilj­um vera“.

Þá ít­rekaði hún að rétt­indi sam­kyn­hneigðra og kvenna mætti ekki skerða á ný.

Trump sagði Hæsta­rétt vera það sem þetta snýst allt sam­an um. Lofaði hann að skipa dóm­ara sem væru and­snún­ir fóst­ur­eyðing­um sem myndu einnig verja rétt Banda­ríkja­manna til vopna­b­urðar.

„Ef þú ferð eft­ir því sem Hillary er að segja, þá get­urðu tekið barnið og rifið barnið út úr kviði móður­inn­ar, rétt fyr­ir fæðingu barns­ins,“ sagði Trump.

„Að not­ast við þess hátt­ar hræðslu­áróður er bara skelfi­lega óheppi­legt,“ svaraði Cl­int­on.

mbl.is fylgd­ist með kapp­ræðunum í beinni 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka