Viðurkennir „skýra niðurstöðu“

00:00
00:00

For­setafram­bjóðandi banda­ríska Re­públi­kana­flokks­ins, Don­ald Trump, sagði í dag að hann myndi una niður­stöðum for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um ef þær yrðu skýr­ar. Hann áskildi sér hins veg­ar rétt til þess að vé­fengja úr­slit­in ef hann teldi þau vafa­söm.

„Ég mun sann­ar­lega una niður­stöðum þess­ara stór­kost­legu og sögu­legu for­seta­kosn­inga - ef ég sigra,“ sagði Trump við stuðnings­menn sína en bætti síðan við. „Ég mun una skýrri kosn­ing­aniður­stöðu, en áskil mér rétt til þess að ef­ast um og láta reyna á það fyr­ir dóm­stól­um ef úr­slit­in verða vafa­söm.“

Trump braut blað í sögu banda­rískra kosn­inga þegar hann hótaði því að viður­kenna ekki niður­stöður kosn­ing­anna í kapp­ræðum sín­um við Hillary Cl­int­on, fram­bjóðanda Demó­krata, síðustu nótt. Kosið verður í Banda­ríkj­un­um 8. nóv­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka