Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er með fimm prósentustiga forskot á Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun CNN og ORC.
Clinton mælist með 49% fylgi en fylgi Trump mælist 44%. Fylgi Gary Johnson er 3% og Jill Stein 2%.
Clinton nýtur stuðnings 53% fólks undir 45 ára aldri, miðað við 47% í síðustu könnun CNN og ORC.
Eini aldurshópurinn þar sem hún mælist með lægra fylgi en Trump er hjá fólki á aldrinum 50 til 64 ára. Þar er Trump með fjögurra prósentustiga forskot.