Rannsaka tölvupósta Clinton á ný

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. AFP

Nýir tölvupóstar Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, eru nú til skoðunar hjá bandarísku alríkislögreglunni (FBI). Áður hafi alríkislögreglan fellt málið niður þar sem ekki hafi fundist neitt sem gæti leitt til ákæru. Málið núna er áfall fyrir baráttu Clinton, en aðeins 11 dagar eru í forsetakosningar vestanhafs. 

Frétt mbl.is: Skoða kynferðisleg skilaboð Weiner

Tölvupóstarnir sem nú eru til skoðunar tengjast rannsókn á fyrrverandi þingmanninum Anthony Weiner, en upp komst um klúrar myndasendingar hans til 21 árs gamallar konu í gegn­um Twitter skilaboð. Sagt er frá málinu á vef CNN.

Skoðar alríkislögreglan nú hvort einhverjir tölvupóstar sem gætu fundist hjá Weiner hefðu haft áhrif á rannsóknina á Clinton. 

Sagði Comey að í ótengdri rannsókn hafi alríkislögreglan fundið tölvupósta tengda Clinton sem hafi ekki komið fram áður. Var rannsóknarteyminu heimilað að skoða póstana með það fyrir augum að rannsaka  hvort  um trúnaðarupplýsingar væri að ræða. 

Formaður kosningabaráttu Clinton krafðist þess að Comey myndi gefa upp frekari upplýsingar um þessa rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert