Dylan var orðlaus

Barack Obama og Bob Dylan.
Barack Obama og Bob Dylan. AFP

Banda­ríska söngvaskáldið Bob Dyl­an ætl­ar að taka við Nó­bels­verðlaun­un­um í bók­mennt­um en þess hef­ur verið beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu hvað hann myndi gera allt frá því til­kynnt var um að hann hlyti verðlaun­in í ár. Dyl­an seg­ir að þessi heiður sem hon­um sé sýnd­ur hafi gert hann orðlaus­an.

Bob Dylan.
Bob Dyl­an. AFP

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Nó­bels­verðlauna­nefnd­inni. Ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hvort Dyl­an geti mætt við verðlauna­at­höfn­ina í Stokk­hólmi í des­em­ber. Hins veg­ar seg­ir hann í viðtali við Tel­egraph að hann ætli að mæta sjálf­ur við at­höfn­ina sé þess nokk­ur kost­ur.

Bob Dylan
Bob Dyl­an AFP

Til­kynnt var að Dyl­an hlyti bók­mennta­verðlaun­in 13. októ­ber. Verðlaun­in hlaut hann fyr­ir að hafa skapað nýja ljóðræna túlk­un inn­an banda­rískr­ar tón­list­ar­hefðar. En svo kom babb í bát­inn - ekki náðist í Bob Dyl­an þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. Í síðustu viku lýsti einn nefnd­ar­manna í sænsku Nó­bels­vís­inda­aka­demí­unni yfir reiði sinni vegna þagn­ar Dyl­ans og sagði skáldið dóna­legt og hroka­fullt. 

Frétt mbl.is: Sak­ar Dyl­an um hroka og dóna­skap

Bob Dylan
Bob Dyl­an AFP

En loks­ins í gær birti nefnd­in til­kynn­ingu um að Dyl­an hefði hringt í Söru Danius, fram­kvæmda­stjóra sænsku vís­inda­aka­demí­unn­ar, og sagt að frétt­irn­ar um að hann hlyti Nó­bels­verðlaun­in hefðu gert hann orðlaus­an. Hon­um þyki afar vænt um þenn­an heiður sem hon­um sé sýnd­ur.

Bob Dylan.
Bob Dyl­an. AFP

Í ít­ar­legu viðtali við Tel­egraph seg­ir Dyl­an að það sé erfitt að trúa þessu enda sé þetta eitt­hvað meira en hægt sé að dreyma um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert