Dylan var orðlaus

Barack Obama og Bob Dylan.
Barack Obama og Bob Dylan. AFP

Bandaríska söngvaskáldið Bob Dylan ætlar að taka við Nóbelsverðlaununum í bókmenntum en þess hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu hvað hann myndi gera allt frá því tilkynnt var um að hann hlyti verðlaunin í ár. Dylan segir að þessi heiður sem honum sé sýndur hafi gert hann orðlausan.

Bob Dylan.
Bob Dylan. AFP

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Nóbelsverðlaunanefndinni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Dylan geti mætt við verðlaunaathöfnina í Stokkhólmi í desember. Hins vegar segir hann í viðtali við Telegraph að hann ætli að mæta sjálfur við athöfnina sé þess nokkur kostur.

Bob Dylan
Bob Dylan AFP

Tilkynnt var að Dylan hlyti bókmenntaverðlaunin 13. október. Verðlaunin hlaut hann fyrir að hafa skapað nýja ljóðræna túlkun innan bandarískrar tónlistarhefðar. En svo kom babb í bátinn - ekki náðist í Bob Dylan þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í síðustu viku lýsti einn nefndarmanna í sænsku Nóbelsvísindaakademíunni yfir reiði sinni vegna þagnar Dylans og sagði skáldið dónalegt og hrokafullt. 

Frétt mbl.is: Sakar Dylan um hroka og dónaskap

Bob Dylan
Bob Dylan AFP

En loksins í gær birti nefndin tilkynningu um að Dylan hefði hringt í Söru Danius, framkvæmdastjóra sænsku vísindaakademíunnar, og sagt að fréttirnar um að hann hlyti Nóbelsverðlaunin hefðu gert hann orðlausan. Honum þyki afar vænt um þennan heiður sem honum sé sýndur.

Bob Dylan.
Bob Dylan. AFP

Í ítarlegu viðtali við Telegraph segir Dylan að það sé erfitt að trúa þessu enda sé þetta eitthvað meira en hægt sé að dreyma um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert