Kokkurinn, sá heimilislausi og Tinni

La Réserve veitingastaðurinn í Nice.
La Réserve veitingastaðurinn í Nice. AFP

Ítalsk­ur veit­ingamaður, heim­il­is­laus bresk­ur fyrr­ver­andi sér­sveit­armaður og fransk­ur fyrr­ver­andi lausa­mennsku­ljós­mynd­ari, sem geng­ur und­ir nafn­inu Tinni (Tint­in) voru í dag ákærðir fyr­ir að hafa rænt mold­ríkri franskri konu á átt­ræðis­aldri. Þetta er ekki upp­haf spennu­mynd­ar held­ur upp­lýs­ing­ar frá sak­sókn­ara í Nice í Frakklandi. 

Staðurinn þar sem Jacqueline Veyrac fannst á lífi tveimur dögum …
Staður­inn þar sem Jacqu­el­ine Veyrac fannst á lífi tveim­ur dög­um eft­ir mann­ránið. AFP

Jacqu­el­ine Veyrac,  sem er 76 ára að aldri og eig­andi La Réser­ve-hót­els­ins í Nice, en veit­ingastaður hót­els­ins stát­ar meðal ann­ars af Michel­in-stjörnu, sem og Grand hót­els­ins, sem er fimm stjörnu hót­el á frönsku ríverí­unni,  var rænt á mánu­dag­inn þegar hún var að fara inn í bif­reið sína. Hún losnaði úr haldi tveim­ur dög­um síðar þegar veg­far­andi rak aug­un í hana þar sem hún lá bund­in og kefluð á gólfi sendi­bif­reiðar í borg­inni.

AFP

Sak­sókn­ari í Nice, Jean-Michel Pretre, seg­ir að mann­ræn­ingjarn­ir hafi bæði bundið hana á hönd­um og fót­um og eins hafi verið límt fyr­ir augu henn­ar og munn. Henni tókst að losa sig að hluta og var með ein­hverja áverka við að reyna að kom­ast út úr bif­reiðinni.

Þre­menn­ing­arn­ir eru ákærðir fyr­ir mann­ránið en þrír til viðbót­ar hafa verið ákærðir fyr­ir aðild að sam­sær­inu og eru all­ir sex í haldi lög­reglu. Þeir eiga yfir höfði sér lífstíðarfang­elsi verði þeir fundn­ir sek­ir.

Jafn­framt var fyrr­ver­andi lög­reglumaður, sem nú starfar sem einka­spæj­ari, ákærður fyr­ir að láta ekki yf­ir­völd vita af áætl­un­um hóps­ins. 

Jacqueline Veyrac er eigandi fimm stjörnu hótelsins Grande hotel.
Jacqu­el­ine Veyrac er eig­andi fimm stjörnu hót­els­ins Grande hotel. AFP

Rann­sókn­ar­lög­regl­an tel­ur að veit­ingamaður­inn, sem aðeins er nefnd­ur Giu­seppe S í skjöl­um máls­ins, sé höfuðpaur­inn á bak við mann­ránið en hann hafi haft horn í síðu Veyrac. Giu­seppe S er frá borg­inni Tur­in á Ítal­íu. Hann stýrði veit­ingastaðnum á La Reser­ve frá ár­inu 2007 til 2009 þegar fyr­ir­tæki hans fór í slitameðferð og reidd­ist hann mjög í garð Veyrac vegna þessa. Mann­ránið var til­raun til þess að end­ur­heimta fé sem hann tapaði á meðan slitameðferðin stóð yfir. Fór hann fram á greiðslu lausn­ar­gjalds af ætt­ingj­um Veyrac, að sögn rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar. 

Grand hotel.
Grand hotel. AFP

Ljós­mynd­ar­inn fyrr­ver­andi, sem heit­ir Luc G en er einnig þekkt­ur und­ir nafn­inu Tinni (Tint­in) er sakaður um að hafa komið fyr­ir eft­ir­lits­búnaði í bif­reið Veyracs. Bret­inn, sem áður var sér­sveit­armaður í Bretlandi en býr á göt­unni í Nice, er sakaður um að hafa sinnt eft­ir­liti fyr­ir glæpa­gengið.

Hinir þrír tóku bein­an þátt í mann­rán­inu en þrír menn rændu henni í miðborg Nice. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Veyrac er rænt því það gerðist einnig fyr­ir þrem­ur árum og var aldrei upp­lýst hver ástæðan þá var. Er nú rann­sakað hvort tengsl séu á milli mann­rán­anna.

Frétt mbl.is: Grunaður um mann­rán í Nice

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka