Brazile hætt hjá CNN

Donna Brazile tilkynnti í gær að hún starfi ekki lengur …
Donna Brazile tilkynnti í gær að hún starfi ekki lengur sem álitsgjafi CNN. WikiLeaks hefur birt pósta sem sýna að hún lét starfsfólk framboðs Clinton vita fyrirfram af spurningum fyrir kappræður þeirra Bernie Sanders. AFP

Frétta­stofa CNN hef­ur til­kynnt að Donna Brazile, áhrifa­kona í Demó­krata­flokkn­um og álits­gjafi CNN, starfi ekki leng­ur fyr­ir frétta­stof­una. Wiki­leaks hef­ur birt tölvu­pósta sem sýna að Brazile lét starfs­fólk fram­boðs Hillary Cl­int­on vita fyr­ir­fram af spurn­ing­um fyr­ir kapp­ræður þeirra Cl­int­on og Bernie Sand­ers, í for­vali Demó­krata­flokks­ins fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar.

Brazile hef­ur verið í fríi frá störf­um sín­um á frétta­stof­unni síðan í júlí, er hún tók við embætti for­manns flokks­stjórn­ar Demó­krata­flokks­ins að því er fram kem­ur í frétt LA Times. Brazile var álits­gjafi CNN og vara­formaður flokks­stjórn­ar­inn­ar á þeim tíma sem kapp­ræðurn­ar fóru fram.

Í yf­ir­lýs­ingu frá CNN seg­ir að frétta­stof­an hafi aldrei veitt Brazile aðgang að spurn­ing­um, und­ir­bún­ings­efni eða lista yfir gesti kapp­ræðnanna. „Okk­ur finnst óþægi­legt að frétta af sam­skipt­um henn­ar við fram­boð Cl­int­on á meðan hún var ráðgjafi CNN,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu CNN, sem sagði Brazile ekki hafa haft aðgang að spurn­ing­um, und­ir­bún­ings­efni eða lista yfir gesti kapp­ræðnanna.

Lét kosn­inga­stjór­ann vita af spurn­ing­um fyr­ir­fram

Wiki­Leaks birti fyr­ir helgi tölvu­pósta, sem for­svars­menn síðunn­ar segja til­heyra John Podesta, kosn­inga­stjóra Cl­int­on. Meðal póst­anna var að finna skila­boð frá Brazile, sem inni­hélt spurn­ingu sem lögð var fyr­ir fram­bjóðend­urna í Flint í Michigan um vatns­vanda borg­ar­inn­ar.

„Ein þeirra spurn­inga sem beint verður að HRC [Hillary Cl­int­on] á morg­un mun koma frá konu með exem,“ skrifaði Brazile. „Fjöl­skylda henn­ar þjá­ist af blýeitrun og hún mun spyrja hvað, ef eitt­hvað, Hillary muni gera sem for­seti til að hjálpa íbú­um Flint.“ Spurn­ing­in var lögð fyr­ir þau Cl­int­on og Sand­ers á fund­in­um.

Brazile til­kynnti í Twitter-skila­boðum í gær að starfi henn­ar hjá CNN væri lokið. „Takk fyr­ir CNN. Það var heiður að vera ráðgjafi demó­krata og álits­gjafi hjá stöðinni. Gangi ykk­ur vel, mín­ir fyrr­ver­andi sam­starfs­menn,“  sagði hún.

Brazile sagði form­lega af sér þrem­ur dög­um eft­ir að Wiki­Leaks birti tölvu­póst­ana. Í pósti sem fór á milli Brazile og sam­skipta­stjóra Cl­int­on, Jenni­fer Pal­mieri, seg­ir hún sam­skipta­stjór­an­um að „við og við fá hún spurn­ing­ar fyr­ir­fram.“

Í öðrum pósti sem Wiki­Leaks birti læt­ur Brazile Pal­mieri vita að Cl­int­on verði spurð út í dauðarefs­ing­una í kapp­ræðum sem haldn­ar voru 13. mars.

Starfs­fólk fram­boðs Cl­int­on hef­ur neitað að staðfesta rétt­mæti þeirra skjala sem birt hafa verið af Wiki­Leaks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert