FBI í hringiðu kosningabaráttunnar

James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI).
James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI). AFP

Bar­átt­an um embætti for­seta Banda­ríkj­anna hef­ur verið sér­stak­lega hat­römm og heiftúðug að þessu sinni. Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an (FBI) er skyndi­lega orðin að miðpunkti bar­átt­unn­ar eft­ir tvö óvenju­leg inn­grip henn­ar sem gætu skaðað Hillary Cl­int­on með aðeins nokk­urra daga milli­bili.

Fram­boð Cl­int­on hef­ur deilt hart á James Comey, yf­ir­mann FBI, eft­ir að hann sendi Banda­ríkjaþingi stutt­ort bréf fyr­ir helgi þar sem fram kom að al­rík­is­lög­regl­an hefði aft­ur opnað rann­sókn á tölvu­póst­mál­um Cl­int­on þegar hún var ut­an­rík­is­ráðherra. Síðan hef­ur komið í ljós að til­efnið var að FBI fann fjölda pósta á tölvu fyrr­ver­andi þing­manns­ins Ant­honys Weiner sem er til rann­sókn­ar fyr­ir allt aðrar sak­ir. Ekk­ert hef­ur komið fram um að póst­arn­ir séu frá Cl­int­on.

Með því að til­kynna um að rann­sókn­in sé haf­in á nýj­an leik hef­ur FBI jafn­vel verið sökuð um að brjóta lög sem banna rík­is­stofn­un­um að hafa áhrif á kosn­ing­ar.

Frétt Mbl.is: Brýt­ur FBI lög með Cl­int­on-rann­sókn­inni?

Tíst sem birt­ist á lítt notaðri Twitter-síðu FBI í gær um rann­sókn á um­deildri náðun Bills Cl­int­on, eig­in­manns Hillary, á styrkt­araðila Demó­krata­flokks­ins síðasta dag hans í for­seta­embætti varð held­ur ekki til að sefa reiði stuðnings­manna for­setafram­bjóðanda demó­krata.

Twitter-síða sem hafði verið í dvala í meira en ár

Eng­ar færsl­ur höfðu birst á Twitter-síðunni @FBIRecordsVault í meira en ár þangað til á sunnu­dag. Þá byrjuðu tíst skyndi­lega að birt­ast með tengl­um á skjöl í skjala­geymslu al­rík­is­lög­regl­unn­ar, þar á meðal um Fred Trump, föður Don­alds, en skjöl um hann voru birt á vefsíðu FBI í síðasta mánuði. Washingt­on Post seg­ir að þar virðist á ferðinni gögn sem FBI tók sam­an um Trump eldri árið 1988.

Í gær birt­ist hins veg­ar tíst þar sem vísað var á skjöl sem tengj­ast rann­sókn FBI á náðun Bills Cl­int­on á Marc Rich sem flúði til Sviss þegar hann komst að því að hann yrði ákærður fyr­ir skattaund­an­skot á 9. ára­tug síðustu ald­ar. Cl­int­on náðaði hann á síðasti degi sín­um í embætti for­seta.

Útspil FBI síðustu daga virðast hafa haft áhrif á vinsældir …
Útspil FBI síðustu daga virðast hafa haft áhrif á vin­sæld­ir Hillary Cl­int­on. AFP

FBI rann­sakaði hvort for­set­inn hefði náðað Rich í skipt­um fyr­ir fjár­fram­lög, þar á meðal til Cl­int­on-sjóðsins og fram­boðs Hillary til öld­unga­deild­ar­inn­ar árið 2000. Rann­sókn FBI stóð yfir frá 2001 til 2005 en lauk án ákæru.

Emb­ætt­is­menn FBI segja að til­vilj­un ein hafi ráðið tíma­setn­ingu tísts­ins. Það hafi verið sett inn vél­rænt og sjálf­krafa í sam­ræmi við lög og regl­ur. Þessi sjálf­krafa birt­ing hafi ekki verið virk frá því á síðasta ári en því hafi ný­lega verið kippt í liðinn þegar síðan var upp­færð. 

Færri áhuga­sam­ir um að kjósa Cl­int­on eft­ir bréfið

Tals­menn Hillary Cl­int­on brugðust hart við; spurðu hvort FBI ætlaði sér einnig að birta óþægi­leg­ar upp­lýs­ing­ar um Trump og sökuðu al­rík­is­lög­regl­una um að vera orðna að póli­tískri stofn­un í aug­um Banda­ríkja­manna. Harry Reid, leiðtogi demó­krata í öld­unga­deild­inni, hef­ur jafn­vel full­yrt að Comey liggi á upp­lýs­ing­um um tengsl Trump við stjórn­völd í Kreml.

Skoðana­könn­un Washingt­on Post og ABC-sjón­varps­stöðvar­inn­ar sem birt var í gær sýndi að Trump hef­ur nú eins pró­sentu­stigs for­skot á Cl­int­on í kjöl­far þess að Comey, sem var lengi skráður í Re­públi­kana­flokk­inn, sendi bréf sitt um rann­sókn­ina á tölvu­póst­um henn­ar.

Frétt Mbl.is: Trump nær for­skoti á Cl­int­on

Það sem boðar enn verra fyr­ir Cl­int­on er að vend­ing­arn­ar með FBI virðast hafa latt kjós­end­ur henn­ar til að greiða henni at­kvæði sitt. Þannig leiddi könn­un­in í ljós að viku fyr­ir bréf Comey til þings­ins hefði lít­ill mun­ur verið á þeim sem sögðust mjög áhuga­sam­ir um að kjósa fram­bjóðend­urna tvo. Eft­ir að ljóst varð að rann­sókn­in hefði verið opnuð aft­ur fór hlut­fallið hjá Cl­int­on úr 51% niður í 43% en óbreytt hlut­fall hafði enn eld­móð fyr­ir Trump, 53%.

Frétt Washingt­on Post um tíst FBI

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert