Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir notkun mannlegra skjalda (e. human shields) og krefst þess að stríðandi fylkingar hætti að nota óbreytta borgara sem skildi í borginni Mosul í Írak. Íraski herinn hefur á undanförnum tveimur vikum reynt að ná yfirráðum yfir borginni sem hefur verið undir stjórn Ríkis íslams síðan sumarið 2014.
Í frétt AFP um málið segir að öryggisráðið hafi komið saman í dag og fengið skýrslu um stöðu mála frá embættismönnum SÞ í mannúðarmálum. Fregnir af hermönnum Ríkis íslams að draga óbreytta borgara út á götur og nota sem mannlega skildi ollu miklum titringi innan ráðsins að sögn Georgui Ciss, svæðisstjóra SÞ í Senegal.