Jutting dæmdur fyrir morð

Rurik Jutting.
Rurik Jutting. AFP

Breski verðbréfamiðlar­inn Rurik Jutt­ing var í dag dæmd­ur fyr­ir að hafa myrt tvær ung­ar kon­ur í íbúð sinni í Hong Kong fyr­ir tveim­ur árum.

Jutt­ing, 31 árs, hafði neitað að hafa myrt kon­urn­ar en játað að bera ábyrgð á dauða Sum­arti Ningsih og Sen­eng Muji­asih. Hann bar fyr­ir sig stunda­brjálæði en morðin þóttu mjög hrotta­leg. Ningsih pyntaði hann í þrjá sól­ar­hringa áður en hann skar hana á háls og tróð lík­inu í ferðatösku og setti út á sval­ir. Eft­ir það fór hann af stað á nýj­an leik og náði sér í nýtt fórn­ar­lamb, Muji­asih. 

Frétt mbl.is: Eins langt frá eðli­legu og hægt er

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert