Breski verðbréfamiðlarinn Rurik Jutting var í dag dæmdur fyrir að hafa myrt tvær ungar konur í íbúð sinni í Hong Kong fyrir tveimur árum.
Jutting, 31 árs, hafði neitað að hafa myrt konurnar en játað að bera ábyrgð á dauða Sumarti Ningsih og Seneng Mujiasih. Hann bar fyrir sig stundabrjálæði en morðin þóttu mjög hrottaleg. Ningsih pyntaði hann í þrjá sólarhringa áður en hann skar hana á háls og tróð líkinu í ferðatösku og setti út á svalir. Eftir það fór hann af stað á nýjan leik og náði sér í nýtt fórnarlamb, Mujiasih.
Frétt mbl.is: Eins langt frá eðlilegu og hægt er