Tvísýnt um úrslit kosninga

00:00
00:00

Síðustu fylgisk­ann­an­ir fyr­ir sögu­leg­ar for­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um í dag benda til þess að mjótt verði á mun­un­um, en talið er að Hillary Cl­int­on sé lík­legri en Don­ald Trump til að fá meiri­hluta at­kvæða kjör­mann­anna 538 sem velja for­set­ann form­lega.

Talið er að Trump þurfi að sigra í næst­um því öll­um ríkj­un­um þar sem óviss­an hef­ur verið mest og þar að auki í að minnsta kosti einu ríki þar sem Hillary Cl­int­on hef­ur lengi staðið bet­ur að vígi, ef marka má kann­an­ir.

Frétta­skýr­andi The Wall Street Journal tel­ur að Cl­int­on þurfi að sigra í einu eða tveim­ur ríkj­anna þar sem bar­átt­an hef­ur verið hörðust, að því gefnu að hún fari með sig­ur í hólmi í ríkj­un­um þar sem demó­krat­ar hafa lengi verið öfl­ugri en re­públi­kan­ar í for­seta­kosn­ing­un­um. Don­ald Trump telji sig eiga mögu­leika á því að sigra í nokkr­um þess­ara ríkja, m.a. Michigan, Penn­sylvan­íu, Wiscons­in, Minnesota og Nýju-Mexí­kó.

Mik­il­væg­ir kjós­enda­hóp­ar

Trump reiðir sig einkum á mikið fylgi meðal hvítra Banda­ríkja­manna sem eru ekki með há­skóla­próf. Þessi hóp­ur er jafn­stór og all­ir blökku­menn og róm­ansk-am­er­ísk­ir og asísk­ir Banda­ríkja­menn á kosn­inga­aldri sam­an­lagt.

Talið er að at­kvæði kjós­enda sem eiga ætt­ir að rekja til Rómönsku Am­er­íku geti ráðið úr­slit­um í nokkr­um ríkj­anna þar sem óviss­an er mest, að sögn frétta­skýrenda. Þetta eru sögð góð tíðindi fyr­ir Cl­int­on, en út­lit er fyr­ir að kjör­sókn róm­ansk-am­er­ískra kjós­enda verði meiri en nokkru sinni fyrr vegna óvin­sælda Trumps á meðal þeirra. Kjör­sókn þessa hóps hef­ur til þessa þó alltaf verið lít­il.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert