Donald Trump kjörinn forseti

00:00
00:00

Don­ald Trump er næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Töl­ur voru að ber­ast frá Wiscons­in um að hann hefði haft bet­ur í rík­inu. Alls eru kjör­menn­irn­ir 10 í Wiscons­in, þannig að þetta þýðir að Trump hef­ur fengið 279 kjör­menn kjörna, en 270 kjör­menn þarf til þess að ná kjöri. 

Keppi­naut­ur hans, Hillary Cl­int­on, hef­ur ákveðið að ávarpa ekki stuðnings­menn sína í kvöld/​nótt og hef­ur kosn­inga­stjóri henn­ar beðið fólk um að halda heim á leið, en kosn­inga­vaka henn­ar í New York breytt­ist í raun í lí­kvöku eft­ir því sem niðurstaðan varð ljós í fleiri ríkj­um.

Donald Trump ásamt fjölskyldu sinni á Hilton hótelinu þar sem …
Don­ald Trump ásamt fjöl­skyldu sinni á Hilt­on hót­el­inu þar sem stuðnings­menn hans fagna niður­stöðu kosn­ing­anna. AFP

Næsti vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, ávarpaði gesti á kosn­inga­vöku Trumps í New York og bauð nýj­an for­seta Banda­ríkj­anna vel­kom­inn. Það er því ljóst að Don­ald Trump er elsti maður­inn sem hef­ur verið kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

Trump stíg­ur á sviðið ásamt fjöl­skyldu sinni og er ákaft fagnað af stuðnings­mönn­um sín­um. Trump byrj­ar á því að þakka stuðnings­mönn­um sín­um fyr­ir stuðning­inn og seg­ist hafa fengið sím­tal frá Hillary Cl­int­on, for­setafram­bjóðanda demó­krata. Hún hafi óskað hon­um og stuðnings­mönn­um hans til ham­ingju með sig­ur­inn. Hann þakkaði Cl­int­on fyr­ir hlut­verk henn­ar í þágu þjóðar­inn­ar, en hún var ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna í fjög­ur ár. 

Næsti varaforseti Bandaríkjanna Mike Pence
Næsti vara­for­seti Banda­ríkj­anna Mike Pence AFP

Að sögn Trumps stóð Cl­int­on sig vel í bar­átt­unni en nú séu úr­slit­in ljós og tíma­bært að banda­ríska þjóðin standi sam­an sem ein þjóð. Hann heiti því að vera for­seti allra Banda­ríkja­manna og þetta sé afar mik­il­vægt fyr­ir hann.

AFP

Þeir sem ekki studdu hann í kosn­inga­bar­átt­unni, þeir hafi verið ör­fá­ir, muni von­andi standa með hon­um og Trump biður þá um að standa að baki hon­um í for­seta­embætt­inu. Kynþátt­ur og trú­ar­brögð eigi ekki að skipta máli held­ur eigi þjóðin að standa sam­an í að gera am­er­íska draum­inn að veru­leika.

Trump seg­ist vera með metnaðarfull­ar áætlan­ir í efna­hags­mál­um Banda­ríkj­anna og stefnt sé að því að tvö­falda hag­vöxt. Banda­rík­in munu ekki sætta sig við neitt annað en það besta. 

Þrátt fyr­ir að Banda­rík­in séu í fyrsta sæti hjá hon­um muni hann stuðla að friði og sam­vinnu ríkja í heim­in­um.

Nýr forseti Bandaríkjanna Donald Trump
Nýr for­seti Banda­ríkj­anna Don­ald Trump AFP

 Don­ald Trump þakk­ar for­eldr­um sín­um fyr­ir stuðning­inn og er viss um að þau horfi niður til hans og fjöl­skyld­unn­ar núna. Eins þakkaði hann systkin­um sín­um fyr­ir aðstoðina, en bæði  syst­ir hans og bróðir eru í saln­um á Hilt­on. Jafn­framt þakkaði Trump eig­in­konu sinni, Mel­aniu Trump, og börn­um sín­um fyr­ir stuðning­inn og aðstoðina. Kosn­inga­bar­átt­an hefði tekið á og því vildi hann þakka fjöl­skyldu sinni sér­stak­lega. „Því­lík­ur dag­ur,“ seg­ir ný­kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

 Síðast en ekki síst þakkaði hann Rudy Giuli­ani, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra New York, sem hef­ur staðið þétt að baki Trump alla kosn­inga­bar­átt­una. 

Stjórnarformaður Repúblikanaflokksins, Reince Priebus, sést hér óska Donald Trump til …
Stjórn­ar­formaður Re­públi­kana­flokks­ins, Reince Priebus, sést hér óska Don­ald Trump til ham­ingju. AFP

„Ég mun ekki bregðast ykk­ur,“ seg­ir Trump, sem er þegar far­inn að tala um mögu­leg átta ár í embætti. Hann seg­ir að nú sé vinn­an fyrst að hefjast þegar úr­slit­in liggi ljós fyr­ir og að banda­ríska þjóðin eigi eft­ir að vera stolt af for­seta sín­um.

„Ég elska land mitt,“ eru loka­orð ný­kjör­ins for­seta Banda­ríkj­anna, Don­alds Trump, og stuðnings­menn hann kalla: USA, USA, USA. 

Donald Trump ásamt syni sínum Barron Trump og eiginkonu Melania …
Don­ald Trump ásamt syni sín­um Barron Trump og eig­in­konu Mel­ania Trump. AFP
Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump.
Don­ald Trump og eig­in­kona hans Mel­ania Trump. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert