Kannabis verður löglegt í Kaliforníu

Í Kaliforníu verður heimilt að neyta kannabis.
Í Kaliforníu verður heimilt að neyta kannabis. AFP

Kjós­end­ur í að minnsta kosti þrem­ur ríkj­um Banda­ríkj­anna hafa greitt at­kvæði með lög­leiðingu marijú­ana, þar á meðal kjós­end­ur í Kali­forn­íu. Í Kali­forn­íu og fjór­um öðrum ríkj­um var kosið um sölu á kanna­bis í versl­un­um en í þrem­ur ríkj­um var kosið um heim­ild til þess að nota kanna­bis í lækn­inga­skyni.

Auk Kali­forn­íu var kosið um heim­ild til sölu á kanna­bis í Massachusetts, Maine, Arizona og Nevada.  

Í Flórída, Ark­ans­as og Norður-Dakóta var aft­ur á móti kosið um heim­ild til þess að nota kanna­bis í lækn­ing­ar­skyni. Í Mont­ana er síðan kosið um hvort rýmka eigi heim­ild­ir um notk­un kanna­bis í lækn­inga­skyni, en þar er þegar heim­ilt að nota kanna­bis í ákveðnum til­vik­um.

Fögnuðu á ný­árs­dag

Allt bend­ir til þess að kjós­end­ur í Flórída og Norður-Dakóta hafi samþykkt að heim­ila kanna­bis í lækn­inga­skyni miðað við þær töl­ur sem nú liggja fyr­ir, sam­kvæmt frétt Washingt­on Post.

Kali­forn­ía skipt­ir gríðarlega miklu máli, þar sem um 12% af banda­rísku þjóðinni búa þar og ríkið er afar mik­il­vægt í efna­hags­legu sam­hengi. Þetta gæti haft þau áhrif að al­rík­is­stjórn­in end­ur­skoðaði and­stöðu sína við að af­glæpa­væða notk­un kanna­bis í lækn­inga­skyni. 

Kanna­bisneyt­end­ur fögnuðu á ný­árs­dag 2014 þegar Col­orado varð fyrsta ríkið í Banda­ríkj­un­um til að heim­ila sér­stök­um versl­un­um að selja marijú­ana sem vímu­efni eða í lækn­inga­skyni. Hálfu ári síðar voru slík­ar versl­an­ir opnaðar í Washingt­on-ríki.

Íbúar Col­orado og Washingt­on-rík­is samþykktu til­lögu um að leyfa sölu á marijú­ana sem vímu­efni, ekki aðeins í lækn­inga­skyni, í al­menn­um at­kvæðagreiðslum í nóv­em­ber 2012. 
Eins er heim­ilt að selja kanna­bis í Alaska, Or­egon og í höfuðborg­inni Washingt­on, DC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert