„Ekki minn forseti

Þúsundir tóku þátt í mótmælum í helstu borgum Bandaríkjanna í gærkvöldi þar sem kjöri Donalds Trumps í embætti forseta var mótmælt. 

Fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC kom saman stór hópur fólks sem kallaði slagorð gegn nýkjörnum forseta: „Ekki minn forseti, ekki í dag,“ mátti heyra víðar.

CNN greinir frá því að mótmælt hafi verið víða og þau hafi verið fjölmenn allt frá Boston til Los Angeles en svo virðist sem margir íbúar Bandaríkjanna séu ósáttir við niðurstöður kosninganna. 
Að sögn lögreglu tóku um fimm þúsund þátt í mótmælum í New York og kom stór hópur saman fyrir utan Trump-turninn á Manhattan. Voru innflytjendur þar áberandi og aðrir hópar sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. 

Að sögn Nick Powers, einn mótmælaendanna, óttast hann að harkaleg stefna Trumps í garð minnihlutahópa eigi eftir að þýða að margir endi í fangelsi fyrir skoðanir sínar og að misrétti eigi eftir að aukast og það þyki eðlilegt að níða niður konur.
Chicago, Illinois.
Chicago, Illinois. AFP
Chicago Theatre.
Chicago Theatre. AFP
AFP
AFP
Boston, Massachusetts.
Boston, Massachusetts. AFP
Boston.
Boston. AFP
New York.
New York. AFP
New York City.
New York City. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert