CNN greinir frá því að mótmælt hafi verið víða og þau hafi verið fjölmenn allt frá Boston til Los Angeles en svo virðist sem margir íbúar Bandaríkjanna séu ósáttir við niðurstöður kosninganna.
Að sögn lögreglu tóku um fimm þúsund þátt í mótmælum í New York og kom stór hópur saman fyrir utan Trump-turninn á Manhattan. Voru innflytjendur þar áberandi og aðrir hópar sem Trump hefur gagnrýnt harðlega.
Að sögn Nick Powers, einn mótmælaendanna, óttast hann að harkaleg stefna Trumps í garð minnihlutahópa eigi eftir að þýða að margir endi í fangelsi fyrir skoðanir sínar og að misrétti eigi eftir að aukast og það þyki eðlilegt að níða niður konur.
Boston, Massachusetts.
AFP