Hvað gæti breyst með Trump?

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Don­ald Trump var í gær kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna og mun hann form­lega taka við embætti í janú­ar næst­kom­andi. Mikið hef­ur verið rætt um hvaða breyt­ing­ar munu fylgja Trump og fer íþrótta­heim­ur­inn ekki var­hluta af því.

Rich­ard Conway, blaðamaður breska rík­is­út­varps­ins, hef­ur tekið til nokk­ur dæmi um breyt­ing­ar sem gætu átt sér stað.

Ólymp­íu­leik­arn­ir 2024

Los Ang­eles er ein þriggja borga sem sæk­ist eft­ir því að halda Ólymp­íu­leik­ana árið 2024. Kjör Trumps gæti hins veg­ar haft mik­il áhrif á mögu­leika borg­ar­inn­ar til þess að hreppa hnossið, en Alþjóðaóymp­íu­nefnd­in (IOC) mun kjósa um næsta gest­gjafa í sept­em­ber næst­kom­andi. Valið stend­ur á milli Los Ang­eles, Par­ís­ar og Búdapest.

Francois Hollande, forseti Frakklands, og Thomas Bach, forseti IOC. París …
Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, og Thom­as Bach, for­seti IOC. Par­ís er í sam­keppni við Los Ang­eles og Búdapest um að halda ÓL 2024. AFP

Eric Garcetti, borg­ar­stjóri Los Ang­eles, er Demó­krati og var op­in­ber stuðnings­maður Hillary Cl­int­on. Hann lýsti því yfir að for­ráðamenn IOC hefðu efa­semd­ir um Trump og for­seti nefnd­ar­inn­ar Thom­as Bach talaði einnig á þá leið í sum­ar.

Þar talaði Bach um að sjálf­um­glaðir ein­stak­ling­ar sem telja sig yfir aðra hafna væru ekki góð tíðindi fyr­ir heims­byggðina. Það var séð sem beint skot á Trump, sem þá var í miðri kosn­inga­bar­áttu, og sér­stak­lega áætlan­ir hans um að banna alla múslima í Banda­ríkj­un­um.

Fyr­ir­ætlan­ir Trumps gætu því haft mik­il áhrif á nefnd­ar­menn IOC sem munu kjósa á milli Los Ang­eles, Par­ís­ar og Búdapest; sér­stak­lega vegna þess fjölþjóðlega hóps kepp­enda frá öll­um heims­horn­um sem koma sam­an á Ólymp­íu­leik­un­um sem þekkt­ir eru fyr­ir að sam­eina heims­byggðina.

Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar í knattspyrnu.
Þjóðverj­ar eru ríkj­andi heims­meist­ar­ar í knatt­spyrnu. AFP

HM í knatt­spyrnu 2026

Enn á eft­ir að velja gest­gjafa fyr­ir heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu árið 2026 og hafa Banda­rík­in lengi verið tal­in lík­leg­ust til þess að verða val­in eft­ir að hafa op­in­berað vilja sinn til þess að halda mótið.

For­ráðamenn Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA hafa í hyggju breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi móts­ins og ræða þann mögu­leika að fjölga þjóðum í 40 eða jafn­vel 48 á mót­inu. Sam­hliða er áhugi fyr­ir því að ríki taki hönd­um sam­an um að halda mótið. Þar hef­ur verið talað um sam­eig­in­legt HM í Banda­ríkj­un­um, Kan­ada og Mexí­kó.

Trump talaði sem kunn­ugt er um það að hann skyldi reisa múr á landa­mær­um Banda­ríkj­anna og Mexí­kó og senda alla Mexí­kóa sem bú­sett­ir væru norðan landa­mær­anna aft­ur til síns heima. Það hef­ur skilj­an­lega áhrif á sam­band ríkj­anna, en til þess að þjóðum geti verið út­hlutað viðburðum á borð við HM í knatt­spyrnu þurfa rík­is­stjórn­ir þeirra að standa sam­an við ýms­ar skuld­bind­ing­ar sem fylgja. Erfitt er að sjá að slíkt verði uppi á ten­ingn­um á milli Banda­ríkj­anna og Mexí­kó.

Reynt hefur verið að markaðssetja NFL-deildina víða um heim.
Reynt hef­ur verið að markaðssetja NFL-deild­ina víða um heim. AFP

Útbreiðsla banda­rískra íþróttaviðburða

Trump hef­ur talað um að rifta fjöl­mörg­um versl­un­ar­samn­ing­um við önn­ur ríki. For­ráðamenn NFL-deild­ar­inn­ar í am­er­ísk­um fót­bolta hafa fært út kví­arn­ar síðustu ár og hafa leik­ir deild­ar­inn­ar farið fram í borg­um víða um heim, til að mynda London, Barcelona, Sj­ang­hæ og Berlín. Er það ekki síður gert til þess að stækka markaðshlut­deild íþrótt­ar­inn­ar utan Banda­ríkj­anna.

Hag­fræðing­ar hafa hins veg­ar spáð að í upp­sigl­ingu gæti verið hálf­gert viðskipta­stríð milli Banda­ríkj­anna og annarra ríkja ef viðskipta­samn­ing­um verði rift. Trump talaði um að setja allt að 45% toll á vöru­skipti við Kína, svo ólík­legt er að stjórn­völd þar í landi verði opin fyr­ir því að halda banda­ríska íþróttaviðburði til þess að auka um­svif Banda­ríkj­anna þar í landi.

Sepp Blatter var forseti FIFA þegar hneykslismálið kom upp.
Sepp Blatter var for­seti FIFA þegar hneykslis­málið kom upp. AFP

Rann­sókn á spill­ing­ar­máli FIFA

Á síðasta ári komu í ljós víðtækt hneykslis­mál inn­an FIFA og fer rann­sókn að stór­um hluta fram í Banda­ríkj­un­um þar sem spillt­ir stjórn­end­ur knatt­spyrnu­sam­bands­ins hafa verið sótt­ir til saka. Mörg mál eru hins veg­ar enn opin og gæti kjör Trumps haft áhrif á fram­vind­una.

Talið er að Rudy Giuli­ani, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri New York, muni taka við sem dóms­málaráðherra af Lor­ettu Lynch, sem gegnt hef­ur embætt­inu frá því í apríl í fyrra. Hún hef­ur lagt mikla áherslu á það að kryfja hneykslis­mál FIFA til mergjar þar sem meðal ann­ars tveir fyrr­ver­andi vara­for­set­ar sam­bands­ins bíða dóms.

Hvort Giuli­ani, eða hver sá sem mun taka við embætt­inu, sé jafn áhuga­sam­ur um að leiða þessi mál til lykta eins og Lynch hef­ur verið er hins veg­ar óvíst og ekki hægt að gera annað en að bíða og sjá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert