Kennir Comey um ósigurinn

Hillary Clinton flytur ræðu á miðvikudaginn þar sem hún viðurkennir …
Hillary Clinton flytur ræðu á miðvikudaginn þar sem hún viðurkennir ósigur sinn. AFP

Hillary Cl­int­on, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi banda­ríska Demó­krata­flokks­ins, sakaði James Comey, for­stjóra banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, um að hafa haft af henni sig­ur­inn í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um fyrr í þess­ari viku á síma­fundi með helstu styrkt­araðilum fram­boðs henn­ar sem fram fór í dag.

Frétta­veit­an Reu­ters grein­ir frá þessu en heim­ild­ar­menn­irn­ir eru tveir af þeim styrkt­araðilum sem tóku þátt í síma­fund­in­um. Flest benti til þess að Cl­int­on hefði bet­ur í kosn­ing­un­um en mót­herji henn­ar Don­ald Trump, fram­bjóðandi Re­públi­kana­flokks­ins. Þar á meðal flest­ar skoðanakann­an­ir. Cl­int­on hef­ur látið lítið fyr­ir sér fara eft­ir að hafa flutt ræðu á miðviku­dag­inn þar sem hún viður­kenndi ósig­ur sinn.

Fram kem­ur í frétt­inni að Comey hafi kostað hana sig­ur­inn með ákvörðun sinni um að senda bréf til full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings fá­ein­um dög­um áður en kosn­ing­arn­ar fóru fram þar sem hann til­kynnti þing­inu að hann ætlaði að hefja að nýju rann­sókn á því hvort hún hefði mis­farið með trúnaðar­upp­lýs­ing­ar með notk­un eig­in tölvu­póstþjóns á meðan hún gegndi embætti ut­an­rík­is­ráðherra á ár­un­um 2009-2012.

Comey til­kynnti viku seinna að hann hefði farið yfir tölvu­pósta Cl­int­on og teldi í kjöl­far þess að eft­ir sem áður væri ekki ástæða til þess að sækja hana til saka. En póli­tískt hafði málið slæmt áhrif á fram­boð Cl­int­on að því er seg­ir í frétt­inni.

Cl­int­on sagði við stuðningsaðila sína að Trump hefði tek­ist að nýta sér báðar yf­ir­lýs­ing­ar Comeys til árása á hana. Síðari til­kynn­ing­in hefði styrkt stuðnings­menn Trumps í þeirri trú að stjórn­kerfið starfaði í henn­ar þágu og hvatt þá til að mæta á kjörstað.

James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI.
James Comey, for­stjóri banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert