Segir líkindin við Trump „augljós“

Berlusconi og Trump.
Berlusconi og Trump. AFP

Sil­vio Berlusconi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, seg­ir lík­ind­in milli sín og Don­alds Trumps, ný­kjör­ins for­seta Banda­ríkj­anna, vera „aug­ljós“. „Það eru nokk­ur aug­ljós lík­indi með okk­ur þó svo að saga mín úr viðskipta­líf­inu sé nokkuð frá­brugðin Trumps, sem ég hef aldrei hitt,“ sagði Berlusconi.

Ítalsk­ir grín­ist­ar hafa stokkið á lík­ind­in milli for­sæt­is­ráðherr­ans fyrr­ver­andi og verðandi for­seta Banda­ríkj­anna. Báðir eru þeir um­deild­ir, með bak­grunn í viðskipta­lífi áður en þeir fóru í póli­tík og svo er erfitt að líta fram hjá app­el­sínu­gula húðlitn­um sem hef­ur verið tölu­vert fjallað um í til­fell­um þeirra beggja, sér­stak­lega ef þú ert grín­isti.

Bæði Berlusconi og Trump hafa staðið í dóms­mál­um og skatt­rann­sókn­um vegna fyr­ir­tækja í þeirra eigu. Trump hef­ur þó ekki verið sak­felld­ur eins og Berlusconi sem steig á svið stjórn­mál­anna eft­ir að hafa verið um­svifa­mik­ill á fjöl­miðlamarkaði. Bak­grunn­ur Trumps er aft­ur á móti fast­eigna­markaðinum.

Tíu ár eru á milli þeirra, Berlusconi er átt­ræður en Trump er 70 ára. Trump er met­inn á 3,7 millj­arða banda­ríkja­dala skv. For­bes. Berlusconi-fjöl­skyld­an er nokkuð rík­ari sam­kvæmt fjöl­miðlin­um en For­bes met­ur hana á 5,9 millj­arða banda­ríkja­dala.

Þá hafa Trump og Berlusconi báðir verið sakaðir um kyn­ferðis­lega áreitni gegn kon­um og hafa ratað í fjöl­miðla fyr­ir mál­flutn­ing sinn. Trump oft­ar en einu sinni fyr­ir um­mæli sín t.d. í garð kvenna en Berlusconi m.a. fyr­ir að hafa kallað Barack Obama „tanaðan“ þegar hann varð fyrsti svarti for­seti Banda­ríkj­anna árið 2008.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka