Mikilvægt að stefna að Evrópuher

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

„Við þurf­um að gera þetta sjálf. Sem er ástæðan fyr­ir því að við þurf­um að hefja að nýju upp­bygg­ingu evr­ópsks ör­ygg­is­banda­lags með það að loka­mark­miði að stofna Evr­ópu­her,“ sagði Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, í ræðu sem hann flutti á fundi í Berlín, höfuðborg Þýska­lands, á fimmtu­dag­inn.

Fram kem­ur í frétt Irish Times að þýsk stjórn­völd hafi tekið und­ir með Juncker. Juncker hafi vísað í um­mæli Don­alds Trump, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna, í kosn­inga­her­ferð hans þess efn­is að Evr­ópu­ríki stæðu ekki und­ir kostnaði af eig­in vörn­um. Þess í stað lenti það á Banda­ríkj­un­um í gegn­um Atlants­hafs­banda­lagið (NATO).

Juncker sagði að Banda­rík­in myndu ekki sjá um varn­ir Evr­ópu að ei­lífu. Hann lagði þó áherslu á að um­mæli sín væru ekki af­leiðing af sigri Trumps í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um. Þá sagði hann að Evr­ópu­her myndi ekki þýða að stofnuð yrðu Banda­ríki Evr­ópu.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert