Mikilvægt að stefna að Evrópuher

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

„Við þurfum að gera þetta sjálf. Sem er ástæðan fyrir því að við þurfum að hefja að nýju uppbyggingu evrópsks öryggisbandalags með það að lokamarkmiði að stofna Evrópuher,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sem hann flutti á fundi í Berlín, höfuðborg Þýskalands, á fimmtudaginn.

Fram kemur í frétt Irish Times að þýsk stjórnvöld hafi tekið undir með Juncker. Juncker hafi vísað í ummæli Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í kosningaherferð hans þess efnis að Evrópuríki stæðu ekki undir kostnaði af eigin vörnum. Þess í stað lenti það á Bandaríkjunum í gegnum Atlantshafsbandalagið (NATO).

Juncker sagði að Bandaríkin myndu ekki sjá um varnir Evrópu að eilífu. Hann lagði þó áherslu á að ummæli sín væru ekki afleiðing af sigri Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þá sagði hann að Evrópuher myndi ekki þýða að stofnuð yrðu Bandaríki Evrópu.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka