Trump skipar í fyrstu stöðurnar

Reince Priebus, vinstra megin, og Steve Bannon.
Reince Priebus, vinstra megin, og Steve Bannon. AFP

Don­ald Trump, verðandi for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur skipað í fyrstu embætt­is­stöður rík­is­stjórn­ar sinn­ar. Reince Priebus, formaður lands­nefnd­ar Re­públi­kana­flokks­ins, mun gegna stöðu starfs­manna­stjóra Hvíta húss­ins.

Steve Bannon, frum­kvöðull á sviði sam­fé­lags­miðla sem stjórnaði kosn­inga­bar­áttu Trumps síðustu mánuðina, verður þá aðal­skipu­leggj­andi og hátt­sett­ur ráðgjafi for­set­ans.

„Ég er hæst­ánægður með að hafa þenn­an mjög ár­ang­urs­ríka hóp áfram með mér við stjórn lands­ins,“ seg­ir Trump í til­kynn­ingu.

„Steve og Reince eru virki­lega hæf­ir leiðtog­ar sem hafa unnið vel sam­an í kosn­inga­bar­átt­unni, og leiddu okk­ur til sögu­legs sig­urs. Nú mun ég hafa þá báða með mér í Hvíta hús­inu þegar við vinn­um að því að gera Banda­rík­in stór­kost­leg á ný.“

Talið er að Priebus, sem gam­al­reynd­ur stjórn­mála­maður inn­an flokks­ins, geti styrkt sam­bönd Trumps við aðra leiðtoga re­públi­kana og þá sér­stak­lega Paul Ryan, for­seta full­trúa­deild­ar þings­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert