Áratug saklaus á bak við lás og slá

Brendan Dassey.
Brendan Dassey. Wikipedia/Tracy Symonds-Keogh -

Bandarískur dómari fyrirskipaði lausn Brendans Dassey úr fangelsi í gærkvöldi, en hann var ásamt frænda sínum dæmdur fyrir morð árið 2007. Málið komst í kastljósið eftir að Netflix gerði sjónvarpsþáttaröðina Making a Murderer. Þykir hafið yfir allan vafa að Dassey hafi ekki átt nokkurn þátt í morðinu á Teresu Halbach árið 2005.

Þegar dómari í Wisconsin ógilti dóminn yfir Dassey í ágúst sagði hann að vinnu­brögð fyrr­verandi verj­anda Dass­eys hefðu verið hræðileg og Len Kachinsky, sem upp­haf­lega var skipaður verj­andi Dass­eys, hefði eytt meiri tíma í að tala við fjöl­miðla en að vinna í máli Dass­eys.

Frétt mbl.is: Dómur yfir Dassey ógiltur 

Kachinsky hlaut mikla gagn­rýni eft­ir að þætt­irn­ir komu út og þótti mörg­um það sannað að hann hefði ekki veitt Dass­ey þá vörn og aðstoð sem hon­um bar að veita. Fyrstu vik­una eft­ir að Dass­ey var hand­tek­inn eyddi Kachinsky tíu klukku­stund­um í að ræða við fjöl­miðlamenn en aðeins klukku­stund í að ræða við Dass­ey.

Dassey og frændi hans, Steven Avery, voru dæmdir í lífstíðarfangelsi árið 2007 fyrir að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach árið 2005.

130 þúsund skrifuðu undir áskorun

Í desember í fyrra var saga þeirra sögð í þáttaröðinni Making a Murderer og vöktu þættirnir miklar efasemdir fólks um réttarkerfi Bandaríkjanna. Voru fjölmargir áhorfendur ekki í nokkrum vafa um að frændurnir hefðu verið dæmdir fyrir morð sem þeir frömdu ekki og skrifuðu 130 þúsund manns undir áskorun um lausn þeirra. Áskorunin var send til forseta Bandaríkjanna en náðun fanganna var fyrir utan valdsvið forsetans þar sem frændurnir voru báðir dæmdir innan ríkis, ekki fyrir alríkisdómstól. 

Þegar dómarinn William Duffin sneri við sakfellingu Dasseys og fyrirskipaði lausn hans í ágúst fögnðu margir, ekki síst vegna gagnrýni dómarans á verjandann og rannsóknarlögregluna sem annaðist rannsókn málsins á sínum tíma. Kachinsky var skipaður verjandi Dassey árið 2006, en þá var Dassey sextán ára gamall. Dassey er þroskaskertur og var gabbaður til þess að játa, samkvæmt því sem síðar hefur komið fram. 

Þáttaröðin segir óvenjulega sögu Avery, sem hefur eytt stórum hluta ævinnar á bak við lás og slá. Árið 2003 var hann hreinsaður af sök um nauðgun, þar sem lífsýni sýndu fram á að hann hefði ekki getað framið glæpinn. Þá hafði hann setið 18 ár í fangelsi fyrir nauðgunina. Tveimur árum síðar, þegar skaðabótamál hans gegn Manitowoc-sýslu í Wisconsin var fyrir dómi vegna ólögmætrar fangelsunar, var hann handtekinn grunaður um að hafa myrt Halbach, sem var 25 ára á þessum tíma. 

Líkamsleifar hennar fundust í bílakirkjugarði Averys, nokkrum vikum eftir að hún hafði farið þangað til þess að mynda bíl sem var til sölu. 

Frétt Independent

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert