Clapper ætlar ekki að vinna fyrir Trump

James Clapper, hefur sl. 6 ár haft yfirumsjón með starfi …
James Clapper, hefur sl. 6 ár haft yfirumsjón með starfi 17 ólíkra stofnanna, m.a. með CIA og NSA. AFP

James Clapper, yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, tilkynnti í dag að hann hefði sagt af sér og að hann muni ekki gegna embættinu áfram eftir að Donald Trump tekur við af Barack Obama sem forseti Bandaríkjanna.

Clapper hefur sl. sex ár haft yfirumsjón með starfi 17 ólíkra stofnanna, m.a. með bandarísku leyniþjónustunni CIA og Þjóðaröryggisstofnuninni NSA.

Hann sagði „góða tilfinningu“ að segja af sér. Clapper, sem er 75 ára, hafði áður greint þinginu frá því að hann myndi ekki gegna embættinu áfram eftir að Trump tæki við þann 20. janúar.

„Ég afhenti afsagnarbréf mitt í gær,“ sagði Clapper við leyniþjónustunefnd þingsins. „Ég á 64 daga eftir í vinnu og held að ég muni fá orð í eyra frá eiginkonunni fyrir lengri tíma en það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert