Clapper ætlar ekki að vinna fyrir Trump

James Clapper, hefur sl. 6 ár haft yfirumsjón með starfi …
James Clapper, hefur sl. 6 ár haft yfirumsjón með starfi 17 ólíkra stofnanna, m.a. með CIA og NSA. AFP

James Clapp­er, yf­ir­maður leyniþjón­ustu­mála í Banda­ríkj­un­um, til­kynnti í dag að hann hefði sagt af sér og að hann muni ekki gegna embætt­inu áfram eft­ir að Don­ald Trump tek­ur við af Barack Obama sem for­seti Banda­ríkj­anna.

Clapp­er hef­ur sl. sex ár haft yf­ir­um­sjón með starfi 17 ólíkra stofn­anna, m.a. með banda­rísku leyniþjón­ust­unni CIA og Þjóðarör­ygg­is­stofn­un­inni NSA.

Hann sagði „góða til­finn­ingu“ að segja af sér. Clapp­er, sem er 75 ára, hafði áður greint þing­inu frá því að hann myndi ekki gegna embætt­inu áfram eft­ir að Trump tæki við þann 20. janú­ar.

„Ég af­henti af­sagn­ar­bréf mitt í gær,“ sagði Clapp­er við leyniþjón­ustu­nefnd þings­ins. „Ég á 64 daga eft­ir í vinnu og held að ég muni fá orð í eyra frá eig­in­kon­unni fyr­ir lengri tíma en það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka