„Hryllilega“ mörg dýr drepin

Vilhjálmur Bretaprins á ráðstefnunni í Hanoi í Víetnam.
Vilhjálmur Bretaprins á ráðstefnunni í Hanoi í Víetnam. AFP

Vil­hjálm­ur Bretaprins seg­ir að „hrylli­lega“ mörg dýr í út­rým­ing­ar­hættu séu drep­in víða um heim og að ekki sé brugðist nógu hratt við vanda­mál­inu.

Prins­inn er stadd­ur á ráðstefnu í Víet­nam þar sem viðskipti tengd dýr­um í út­rým­ing­ar­hættu eru til umræðu. Landið hef­ur verið gagn­rýnt fyr­ir að ná ekki að stemma stigu við slík­um viðskipt­um.

Rík­um elítu­hóp­um hef­ur fjölgað í Víet­nam og fyr­ir vikið hef­ur markaður fyr­ir nas­hyrn­inga­horn og fíla­bein stækkað, auk þess sem oft er smyglað í gegn­um landið ólög­leg­um vör­um tengd­um dýr­um frá Afr­íku til Asíu, aðallega Kína.

Vil­hjálm­ur hef­ur hvatt stjórn­völd úti um all­an heim til að bjarga teg­und­um í út­rým­ing­ar­hættu áður en það verður of seint.

„Við vit­um að við erum ekki að bregðast nógu hratt við að til að stemma stigu við vanda­mál­inu. Hrylli­lega mik­ill fjöldi nas­hyrn­inga, fíla, hreist­ur­dýra og ljóna eru drep­in,“ sagði Vil­hjálm­ur.

„Þótt við höf­um náð fram­förum er sann­leik­ur­inn sá að við erum enn langt á eft­ir. Sá sem stund­ar veðmál myndi enn veðja á út­rým­ingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert