Trump semur vegna Trump University

Í febrúar sl. sagðist Trump ekki ætla að semja um …
Í febrúar sl. sagðist Trump ekki ætla að semja um málið af prinsippástæðum. AFP

Sátt hef­ur náðst í mál sem höfðað var á hend­ur Don­ald Trump vegna Trump Uni­versity, en for­set­inn til­von­andi hef­ur samþykkt að greiða 25 millj­ón­ir dala til 6.000 fyrr­ver­andi nem­enda há­skól­ans, sem var ekki viður­kennd mennta­stofn­un.

Sam­komu­lagið forðar fast­eigna­jöfr­in­um frá vand­ræðal­eg­um mála­ferl­um er hann und­ir­býr flutn­inga í Hvíta húsið.

„Hin 25 millj­óna dala sátt er slá­andi viðsnún­ing­ur af hálfu Don­alds Trumps og stór­sig­ur fyr­ir hin 6.000 fórn­ar­lömb svika-há­skóla hans,“ sagði Eric Schnei­derm­an, yf­ir­sak­sókn­ari New York, í yf­ir­lýs­ingu.

„Ég er ánægður með að sam­kvæmt skil­yrðum sátt­ar­inn­ar fær hvert fórn­ar­lamb greidd­ar skaðabæt­ur og Don­ald Trump mun greiða allt að millj­ón dali í sekt­ir til New York fyr­ir að brjóta gegn lög­um rík­is­ins um mennta­mál.“

Talsmaður skrif­stofu Schnei­derm­an sagði að sátt­in næði til þeirra þriggja hóp­mála sem höfðuð voru gegn Trump Uni­versity; tveggja í Kali­forn­íu og eins í New York.

Til­kynnt var um sam­komu­lagið klukku­stund áður en taka átti fyr­ir mál í San Diego þar sem úr­sk­urða átti um beiðni Trumps um að fresta rétt­ar­höld­um í mál­inu.

Málið er sex ára gam­alt en nem­end­ur há­skól­ans héldu því m.a. fram að þeir hefðu verið hafðir að féþúfu. Þeir greiddu allt að 35.000 dali í inn­rit­un­ar­gjald og var tal­in trú um að þeir myndu eiga framtíðina fyr­ir sér í fast­eignaviðskipt­um eft­ir að sér­fræðing­ar sem Trump var sagður hafa valið sjálf­ur höfðu kennt þeim.

Lög­menn Trumps héldu því hins veg­ar fram að marg­ir nem­end­ur hefðu verið ánægðir með námið og þeir sem ekki næðu frama gætu aðeins sjálf­um sér um kennt.

Skól­inn var starf­rækt­ur á ár­un­um 2005-2011.

Í fe­brú­ar tísti Trum að 98% nem­enda hefðu reynst ánægð með námið. „Ég hefði getað samið en mun ekki gera það af prinsippástæðum!“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka