Verður Romney utanríkisráðherra?

Trump og Romney funduðu í kvöld. Fyrrnefndi ku vera að …
Trump og Romney funduðu í kvöld. Fyrrnefndi ku vera að íhuga síðarnefnda í embætti utanríkisráðherra, en sumir segja ólíklegt að af verði. AFP

Re­públi­kan­inn Mitt Rom­ney, sem fór hörðum orðum um Don­ald Trump á meðan for­val Re­públi­kana­flokks­ins fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar vest­an­hafs stóð yfir, sagðist í dag hafa átt „yf­ir­grips­mikið“ sam­tal við for­set­ann verðandi.

Fregn­ir herma að Trump sé að íhuga að út­nefna Rom­ney ut­an­rík­is­ráðherra í rík­is­stjórn sinni.

Fund­ur Trumps og Rom­ney stóð í um 90 mín­út­ur, en eft­ir fund­inn tjáði Rom­ney sig hvorki um það hvort hon­um hefði verið boðin staða í rík­is­stjórn Trump né hvort hann hefði áhuga.

„Við átt­um yf­ir­grips­mikið sam­tal um ýmsa vett­vanga í heim­in­um þar sem veru­leg­ir hags­mun­ir Banda­ríkj­anna eru und­ir,“ sagði Rom­ney við blaðamenn. „Við rædd­um þau mál og skipt­umst á skoðunum um þau.“

Fund­ur­inn átti sér stað á golf­velli Trump í New Jers­ey.

Þegar Rom­ney gekk í átt að blaðamönn­um að hon­um lokn­um, hrópaði Trump: „Þetta gekk frá­bær­lega.“ Rom­ney virt­ist í það minnsta fá góðar mót­tök­ur og tók í hend­ur Trumps og vara­for­set­ans til­von­andi, Mikes Pence, við kom­una.

Rom­ney, sem kallaði Trump „svika­hrapp“ á meðan kosn­inga­bar­átt­an stóð yfir, hef­ur annað viðhorf en fast­eigna­jöf­ur­inn til ým­issa mála. Hann hef­ur m.a. kallað Rúss­land helstu ógn­ina við Banda­rík­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka