„Við munum ríkja í 50 ár“

Stephen Bannon var kosningastjóri Donalds Trump síðustu vikur kosningabaráttunnar.
Stephen Bannon var kosningastjóri Donalds Trump síðustu vikur kosningabaráttunnar. AFP

„Myrkrið er gott,“ sagði Steve Bannon sem var ný­lega ráðinn aðalráðgjafi rík­is­stjórn­ar Don­alds Trumps í sam­tali við Hollywood Report­er að því er kem­ur fram á frétta­vef CNN. Nýja rík­is­stjórn­in tek­ur við taum­un­um í janú­ar á næsta ári þegar Trump verður svar­inn í embætti. 

Frétt mbl.is: Sátta­semj­ar­inn og óhemj­ann

„Dick Cheney. Darth Vader. Satan. Það eru völd. Þau hjálpa okk­ur aðeins þegar þeir (frjáls­lynd­ir) hafa rangt fyr­ir sér, þegar þeir eru blind­ir á hvað við erum og hvað við erum að gera,“ sagði Bannon í fyrsta viðtali sínu eft­ir um­deildu ráðning­una. 

Bannon var einn af stjórn­end­um vef­miðils­ins Breit­bart News sem tók af­stöðu með fram­boði Don­alds Trumps í for­seta­kosn­ing­un­um. Miðill­inn hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir kynþátta­for­dóma, kven­fyr­ir­litn­ingu og gyðinga­andúð af stærstu fjöl­miðlum vest­an­hafs.

Í viðtal­inu var að mestu skautað fram­hjá um­deild­um skoðunum sem hafa birst á Breit­bart  en Bannon fékk tæki­færi til að neita að aðhyll­ast hvíta þjóðern­is­hyggju. 

„Ég er þjóðern­is­sinni. Ég er efna­hags­leg­ur þjóðern­is­sinni,“ sagði Bannon í viðtal­inu. „Alþjóðahyggj­an hef­ur rist banda­ríska verka­lýðinn á hol og skapað millistétt í Asíu í staðinn. Ef Trump nær sínu fram þá fáum 60% af hvít­um at­kvæðum, 40% af rómönsk­um og svört­um at­kvæðum og við mun­um ríkja í 50 ár.“

Voru alltaf með þetta í hendi

Hann sagðist aldrei hafa ef­ast um fram­bjóðandi demó­krata, Hillary Cl­int­on, myndi tapa kosn­ing­un­um. 

„Ég vissi að hún gæti ekki inn­siglað þetta,“ sagði hann. „Þau eyddu tíu sinn­um meiri fjár­mun­um en við, höfðu tíu sinn­um meiri mannafla og alla fjöl­miðla á bak við sig en ég sagði í sí­fellu að það skipti ekki máli, þau hefðu al­gjör­leg rangt fyr­ir sér meðan við vær­um með þetta í hendi.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert