„Við munum ríkja í 50 ár“

Stephen Bannon var kosningastjóri Donalds Trump síðustu vikur kosningabaráttunnar.
Stephen Bannon var kosningastjóri Donalds Trump síðustu vikur kosningabaráttunnar. AFP

„Myrkrið er gott,“ sagði Steve Bannon sem var nýlega ráðinn aðalráðgjafi ríkisstjórnar Donalds Trumps í samtali við Hollywood Reporter að því er kemur fram á fréttavef CNN. Nýja ríkisstjórnin tekur við taumunum í janúar á næsta ári þegar Trump verður svarinn í embætti. 

Frétt mbl.is: Sáttasemjarinn og óhemjann

„Dick Cheney. Darth Vader. Satan. Það eru völd. Þau hjálpa okkur aðeins þegar þeir (frjálslyndir) hafa rangt fyrir sér, þegar þeir eru blindir á hvað við erum og hvað við erum að gera,“ sagði Bannon í fyrsta viðtali sínu eftir umdeildu ráðninguna. 

Bannon var einn af stjórnendum vefmiðilsins Breitbart News sem tók afstöðu með framboði Donalds Trumps í forsetakosningunum. Miðillinn hefur verið gagnrýndur fyrir kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og gyðingaandúð af stærstu fjölmiðlum vestanhafs.

Í viðtalinu var að mestu skautað framhjá umdeildum skoðunum sem hafa birst á Breitbart  en Bannon fékk tækifæri til að neita að aðhyllast hvíta þjóðernishyggju. 

„Ég er þjóðernissinni. Ég er efnahagslegur þjóðernissinni,“ sagði Bannon í viðtalinu. „Alþjóðahyggjan hefur rist bandaríska verkalýðinn á hol og skapað millistétt í Asíu í staðinn. Ef Trump nær sínu fram þá fáum 60% af hvítum atkvæðum, 40% af rómönskum og svörtum atkvæðum og við munum ríkja í 50 ár.“

Voru alltaf með þetta í hendi

Hann sagðist aldrei hafa efast um frambjóðandi demókrata, Hillary Clinton, myndi tapa kosningunum. 

„Ég vissi að hún gæti ekki innsiglað þetta,“ sagði hann. „Þau eyddu tíu sinnum meiri fjármunum en við, höfðu tíu sinnum meiri mannafla og alla fjölmiðla á bak við sig en ég sagði í sífellu að það skipti ekki máli, þau hefðu algjörleg rangt fyrir sér meðan við værum með þetta í hendi.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka