„Andskotans sama hvað Trump vill gera“

McCain sagði alls ekki koma til greina að taka aftur …
McCain sagði alls ekki koma til greina að taka aftur upp vatnspyntingar. AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn John McCain segir að það gildi einu hvað Donald Trump, nýkjörin forseti, segir; Bandaríkin muni ekki grípa aftur til vatnspyntinga eða annarra harkalegra yfirheyrsluaðferða.

McCain fer fyrir hermálanefnd öldungadeildarinnar.

„Mér er andskotans sama hvað forseti Bandaríkjanna eða einhver annar vill gera. Við munum ekki vatnspynta. Við munum ekki gera það,“ sagði McCain í umræðum á Halifax-öryggisráðstefnunni.

McCain var pyntaður sem stríðsfangi í Víetnam-stríðinu. Hann sagði að öfgafullar yfirheyrsluaðferðir væru bannað samkvæmt bandarískum lögum og Genfarsáttmálanum.

Á meðan kosningabaráttunni vestanhafs stóð, sagði Trump að hann myndi freista þess að breyta þeim lögum sem banna vatnspyntingar, en aðferðin, sem felst í því að herma eftir drukknun, var notuð á grunaða hryðjuverkamenn í stjórnartíð George W. Bush.

McCain sagði vatnspyntingar ekki virka.

„Hvað segir það um Bandaríkin ef við ætlum að pynta fólk?“ spurði McCain.

McCain tjáði sig einnig um afstöðu Trumps til fríverslunarsamninga og sagði að áhrif Kína myndu stóraukast ef Bandaríkin ákvæðu að vera úti í kuldanum hvað varðaði viðskipti við önnur ríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert