Flokkur stofnaður gegn EES

Ljósmynd/Norden.org

Stofnaður var nýr stjórn­mála­flokk­ur í Nor­egi í dag sem hef­ur það eina stefnu­mál að landið segi upp aðild sinni að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). Flokk­ur­inn hef­ur fengið nafnið Banda­lagið - Nor­eg­ur úr EES. Formaður bráðabirgðastjórn­ar flokks­ins heit­ir Hans Jør­gen Lys­glimt Johan­sen og er þekkt­ast­ur fyr­ir það í heimalandi sínu að hafa lýst op­in­ber­lega yfir stuðningi við Don­ald Trump í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um.

Frétt mbl.is: Vill end­ur­skoða EES og Schengen

Fram kem­ur á frétta­vef norska rík­is­út­varps­ins NRK að flokk­ur­inn vinni nú að því að safna þeim 5 þúsund und­ir­skrift­um sem til þarf svo hann geti boðið fram við þing­kosn­ing­arn­ar í Nor­egi næsta haust. Haft er eft­ir Johan­sen kjör Trumps og ákvörðun Breta um að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu þýði að kom­inn sé tími til þess að kalla eft­ir úr­sögn Nor­egs úr EES. Full­veldi hafi glat­ast við aðild­ina að EES og það þyrftu Norðmenn að end­ur­heimta.

Spurður hvort flokk­ur­inn væri þjóðern­is­sinnaður svar­ar Johan­sen að ef svo er sé um að ræða þjóðern­is­hyggju með bros á vör. Lands­fund­ur flokks­ins verður hald­inn í lok mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert