Bandaríkjamenn af kúbönskum uppruna þustu út á götur Miami-borgar í morgun og fögnuðu andláti Fidel Castro, fyrrverandi einræðisherra Kúbu. Coma Libre! og Freedom voru orðin sem ómuðu.
Margir þeirra flúðu heimaland sitt undan ofríki forsetans og hafa ekki getað snúið heim aftur. Í Miami er fjölmennasta byggð Kúbverja utan heimalandsins í heiminum.
Það er sorglegt þegar maður gleðst yfir dauða manneskju en sú manneskja hefði aldrei átt að fæðast, segir Pablo Arencibia, 67 ára kennari, sem flúði frá Kúbu fyrir 20 árum. Hann grínast með það að nú eigi djöfullinn að hafa áhyggjur því að Fidel sé á leiðinni til hans og reyni að ná af honum starfinu.