Fidel Castro látinn

00:00
00:00

Kúb­anski bylt­ing­ar­leiðtog­inn Fidel Castro er lát­inn. Castro var 90 ára gam­all, en bróðir hans, Raul Castro, for­seti Kúbu, til­kynnti um and­lát hans í nótt. Castro var einn af þekkt­ustu þjóðarleiðtog­um síðustu ald­ar, en hann bauð meðal ann­ars Banda­ríkj­un­um byrg­inn um langt skeið og lifði af morðtil­ræði.

Castro komst til valda í bylt­ingu árið 1959 og hélt völd­um til árs­ins 2006 þegar hann steig til hliðar og eft­ir­lét bróður sín­um völd­in.

Sam­kvæmt Raul lést Castro klukk­an 22:29 að staðar­tíma, en það er klukk­an 3:29 í nótt að ís­lensk­um tíma. Til­kynnti hann um and­látið í sjón­varps­ræðu. Mun lík hans verða brennt að ósk Castros sjálfs, en jarðarför­in mun fara fram á laug­ar­dag­inn.

Mynd af Fidel Castro frá því árið 1995. Hann var …
Mynd af Fidel Castro frá því árið 1995. Hann var þekkt­ur fyr­ir að koma fram í her­mannafatnaði líkt og á mynd­inni. AFP

Castro var þekkt­ur fyr­ir skeggvöxt sinn, vindlareyk­ing­ar, her­manna­klæðnað og klukku­stunda­lang­ar ræður sem hann flutti al­menn­ingi. Hann lifði eft­ir kjör­orðinu „sósí­al­ismi eða dauði“ og hélt í þá trú sína fyr­ir og eft­ir kalda stríðið.

Árið 1953 stóð Ca­sto fyr­ir vald­aránstilraun gegn Ful­gencio Bat­i­sta, sem stjórnaði á Kúbu með stuðningi Banda­ríkj­anna. Til­raun­in mistókst og Castro var dæmd­ur í 15 ára fang­elsi. Tveim­ur árum síðar fór hann í út­legð til Mexí­kó og skipu­lagn­ing næstu vald­aránstilraun­ar hófst. Meðal hans helstu banda­manna á tím­an­um var upp­reisn­ar­maður­inn Che Gu­evara frá Arg­entínu.

Raul Castro greinir frá andláti bróður síns í nótt.
Raul Castro grein­ir frá and­láti bróður síns í nótt. AFP

Upp­reisn þeirra hófst í des­em­ber 1956 þegar þeir sigldu til Kúbu og 25 mánuðum síðar náðu þeir völd­um og steyptu Bat­i­sta af stóli. Castro rík­i­s­væddi stuttu síðar öll fyr­ir­tæki í banda­rískri eigu sem olli reiði ráðamanna í Banda­ríkj­un­um. Var sett á viðskipta­bann sem enn stend­ur, þrátt fyr­ir að ein­hver slaki hafi kom­ist á þau mál nú und­ir lok for­seta­fer­ils Baracks Obama Banda­ríkja­for­seta.

Castro á kúbanska þinginu árið 2005.
Castro á kúb­anska þing­inu árið 2005. AFP

Eft­ir að Castro tók við völd­um var hann í góðum sam­skipt­um við stjórn­völd í Sov­ét­ríkj­un­um sem um ára­tuga­skeið voru helstu bak­hjarl­ar Kúbu. Varð Castro að miðpunkti heims­ins árið 1962 þegar kalda stríðið stóð sem hæst og Sov­ét­menn ætluðu að sigla með kjarn­orkuflaug­ar til Kúbu. Stóð heim­ur­inn á barmi kjarn­orku­styrj­ald­ar þangað til Sov­ét­menn sneru skip­um sín­um við og héldu til baka með flaug­ar sín­ar.

Castro veikt­ist al­var­lega árið 2006 og fór í aðgerð í júlí það ár.

Helstu tímamót í lífi Fidel Castro.
Helstu tíma­mót í lífi Fidel Castro. Mynd/​AFP
Fidel Castro árið 1960, á þeim tíma sem hann var …
Fidel Castro árið 1960, á þeim tíma sem hann var for­sæt­is­ráðherra Kúbu, ásamt hinum arg­entínska Che Gu­evara. AFP
Field Castro hitti forsætisráðherra Japans í september á þessu ári …
Field Castro hitti for­sæt­is­ráðherra Jap­ans í sept­em­ber á þessu ári í Hav­ana á Kúbu. Mynd­in var tek­in við það tæki­færi, en heilsu Castros hafði hrakað nokkuð und­an­far­in ár. AFP
Fidel Castro ræðir við Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á …
Fidel Castro ræðir við Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, á fundi þeirra í Hav­ana á Kúbu árið 2010. AFP
Mynd frá 1997 þar sem Castro ræðst gegn fjölmiðlum fyrir …
Mynd frá 1997 þar sem Castro ræðst gegn fjöl­miðlum fyr­ir að fjalla um meint and­lát sitt á þeim tíma. AFP
Jóhannes Páll páfi heimsótti Kúbu árið 1998 og tók Fidel …
Jó­hann­es Páll páfi heim­sótti Kúbu árið 1998 og tók Fidel Castro á móti hon­um í bylt­ing­ar­höll­inni í Hav­ana. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert