Obama ekki í jarðarför Castro

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. AFP

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, verður ekki viðstadd­ur jarðarför Fidels Castro, fyrr­ver­andi leiðtoga Kúbu.

Frétt mbl.is: Fidel Castro lát­inn

Vanga­velt­ur hafa verið uppi um hvort for­set­inn verði viðstadd­ur jarðarför­ina.

„For­set­inn mun ekki ferðast til að vera viðstadd­ur jarðarför Fidels Castro, sagði talsmaður Hvíta húss­ins.

Frétt mbl.is: Sag­an mun dæma Castro, seg­ir Obama

Obama hef­ur leit­ast við að bæta sam­skipti Banda­ríkj­anna og Kúbu. Hann hitti Castro þó ekki í sögu­legri heim­sókn sinni til Hav­ana, höfuðborg­ar Kúbu, fyrr á þessu ári.

Castro var níræður þegar hann lést. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert