Öfgaflokkur stærstur í Hollandi

Geert Wilders í dómsal. Réttarhöld yfir honum vegna hatursorðræðu eru …
Geert Wilders í dómsal. Réttarhöld yfir honum vegna hatursorðræðu eru talin hafa aukið stuðning við flokk hans. AFP

Skoðanakann­an­ir í Hollandi benda til þess að hinn svo­nefndi Frels­is­flokk­ur hægriöfga­manns­ins Geerts Wilders yrði stærstu flokk­ur lands­ins ef kosið yrði nú. Þing­kosn­ing­ar verða haldn­ar í Hollandi í mars og fengi Frels­is­flokk­ur­inn 33 af 150 þing­sæt­um færu þær á þessa leið. Flokk­ur­inn er með tólf sæti á þingi nú.

Stuðning­ur við hægriöfga­flokka sem gera út á andúð á inn­flytj­end­um og múslim­um hef­ur farið vax­andi í Evr­ópu frá því að Don­ald Trump náði kjöri sem for­seti Banda­ríkj­anna. Maurice de Hond, sem gerði könn­un­ina, seg­ir að rétt­ar­höld yfir Wilders sem er ákærður fyr­ir hat­ursorðræðu gegn inn­flytj­end­um frá Mar­okkó hafi hjálpað sveifl­unni til flokks hans.

Bú­ist er við dómi yfir Wilders 9. des­em­ber. Hann hef­ur neitað öll­um sök­um og seg­ist ekki vera ras­isti.

Frétt Mbl.is: Seg­ir rétt­ar­höld­in póli­tísk

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert