Skoðanakannanir í Hollandi benda til þess að hinn svonefndi Frelsisflokkur hægriöfgamannsins Geerts Wilders yrði stærstu flokkur landsins ef kosið yrði nú. Þingkosningar verða haldnar í Hollandi í mars og fengi Frelsisflokkurinn 33 af 150 þingsætum færu þær á þessa leið. Flokkurinn er með tólf sæti á þingi nú.
Stuðningur við hægriöfgaflokka sem gera út á andúð á innflytjendum og múslimum hefur farið vaxandi í Evrópu frá því að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Maurice de Hond, sem gerði könnunina, segir að réttarhöld yfir Wilders sem er ákærður fyrir hatursorðræðu gegn innflytjendum frá Marokkó hafi hjálpað sveiflunni til flokks hans.
Búist er við dómi yfir Wilders 9. desember. Hann hefur neitað öllum sökum og segist ekki vera rasisti.
Frétt Mbl.is: Segir réttarhöldin pólitísk