Trump telur loftslagsvísindi enn „þvætting“

Donald Trump og Reince Priebus.
Donald Trump og Reince Priebus. AFP

Svo virðist sem að Don­ald Trump hafi ekki verið að öllu leyti heiðarleg­ur þegar hann sagði New York Times í síðustu viku að hann liti á lofts­lags­mál með opn­um huga. Starfs­manna­stjóri hans seg­ir að Trump telji lofts­lags­vís­indi enn þá „að mestu leyti ótta­leg­an þvætt­ing“.

Kjör Trump sem for­seta hef­ur skotið vís­inda­mönn­um og öðrum þjóðarleiðtog­um skelk í bringu vegna um­mæla hans um að hann muni draga Banda­rík­in út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem á að berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um af völd­um manna. Trump hef­ur end­ur­tekið sagt lofts­lags­breyt­ing­ar vera „gabb“ og skipað þekkt­an lofts­lagsaf­neit­ara til að sjá um mál­efni um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar í aðdrag­anda valda­töku sinn­ar. Ráðgjaf­ar hans hafa gefið í skyn að NASA verði látið hætta lofts­lags­rann­sókn­um sín­um.

Frétt Mbl.is: Bakk­ar með rót­tæk kosn­ingalof­orð

Því var sum­um nokkuð létt þegar Trump virt­ist aðeins draga í land í viðtali við rit­stjórn New York Times í síðustu viku. Þegar hann var spurður hvort hann kæmi til með að standa við hót­an­ir sín­ar um að segja sig frá Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sagðist hann nálg­ast það með „opn­um hug“.

Reince Priebus, formaður lands­nefnd­ar Re­públi­kana­flokks­ins sem Trump hef­ur skipað sem starfs­manna­stjóra Hvíta húss­ins, staðfesti hins veg­ar við Fox News á sunnu­dag að hug­ur hafi ekki fylgt máli hjá Trump.

„Hvað varðar þetta mál með lofts­lags­breyt­ing­ar, það eina sem hann sagði eft­ir að hafa verið spurður nokk­urra spurn­inga var að hann muni hafa op­inn huga um það en hann er með þessa sjálf­gefnu af­stöðu sem er að mest af þessu sé ótta­leg­ur þvætt­ing­ur, en hann mun hafa op­inn huga og hlusta á fólk,“ sagði Priebus við spyr­il­inn Chris Wallace.

Frétt Mbl.is: Rista jarðrann­sókna­áætl­un NASA á hol

„Um hvað snýst þetta eig­in­lega?“

Viðtalið við New York Times af­hjúpaði einnig að Trump virðist hafa litla þekk­ingu á lofts­lags­mál­um líkt og fleiri fé­lag­ar hans í Re­públi­kana­flokkn­um sem hafa af­neitað lofts­lags­vís­ind­um um ára­bil þrátt fyr­ir yf­ir­gnæf­andi vís­inda­leg rök fyr­ir því að los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um valdi hnatt­rænni hlýn­un.

Þannig sagði Trump rit­stjórn blaðsins að lofts­lags­breyt­ing­ar væru „mjög flókn­ar“ og að hann væri ekki viss um að menn myndu nokk­urn tím­ann fá botn í þær.

„Frændi minn var pró­fess­or við MIT [há­skóla] í 35 ár. Hann var frá­bær verk­fræðing­ur, vís­indamaður. Hann var frá­bær gaur. Og hann var [...] fyr­ir löngu síðan, hann hafði skoðanir, þetta var fyr­ir löngu síðan, hann hafði skoðanir á þessu máli. Þetta er mjög flókið mál. Ég er ekki viss um að nokk­ur muni ein­hvern tím­ann vita fyr­ir víst. Ég veit að við erum með, þeir segja að þeir hafi vís­ind­in öðru meg­in en á hinn bóg­inn þá eru þeir líka með þessa hræðilegu tölvu­pósta sem vís­inda­menn sendu á milli sín. Hvar var það, í Genf eða ein­hvers staðar fyr­ir fimm árum? Hræðilegt. Þar sem þeir voru gripn­ir, þið vitið, þannig að maður sér það og maður seg­ir, um hvað snýst þetta eig­in­lega? Ég er al­ger­lega með op­inn hug,“ sagði Trump við New York Times.

Virt­ist hann vísa til þess þegar tölvuþrjót­ur braust inn í vefþjón lofts­lags­rann­sókna­hóps Há­skól­ans í Aust­ur-Angl­íu árið 2009 og stal þaðan fjölda tölvu­pósta lofts­lags­vís­inda­manna. Hóp­ar lofts­lagsaf­neit­ara birtu í kjöl­farið vald­ar setn­ing­ar úr tölvu­póst­un­um sem tekn­ar voru úr sam­hengi sem áttu að sýna að vís­inda­menn stæðu í sam­særi til að falsa gögn um hnatt­ræna hlýn­un. Fjöldi rann­sókna hef­ur leitt í ljós að eng­inn fót­ur var fyr­ir þeim ásök­un­um.

Frétt Huff­ingt­on Post

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert