Francois Hollande, forseti Frakklands, ætlar ekki að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári. „Ég hef ákveðið að vera ekki á meðal frambjóðenda,“ sagði Hollande í sjónvarpsávarpi.
Hollande hefur gegnt embætti forseta frá árinu 2012.
Hann hefur að undanförnu notið minni vinsælda en nokkur forseti Frakklands frá seinni heimsstyrjöld.
François Fillon var valinn með miklum yfirburðum sem forsetaefni Repúblikanaflokksins.
Fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Frakklands, Emmanuel Macron, staðfesti um miðjan nóvember, að hann ætlaði að einnig að bjóða sig fram.
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, er jafnframt talinn líklegur til framboðs.