Hollande sækist ekki eftir endurkjöri

Francois Hollande.
Francois Hollande. AFP

Francois Hollande, forseti Frakklands, ætlar ekki að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári. „Ég hef ákveðið að vera ekki á meðal frambjóðenda,“ sagði Hollande í sjónvarpsávarpi.

Hollande hefur gegnt embætti forseta frá árinu 2012. 

Hann hefur að undanförnu notið minni vin­sælda en nokk­ur for­seti Frakk­lands frá seinni heimsstyrj­öld.

Franço­is Fillon var val­inn með mikl­um yf­ir­burðum sem for­seta­efni Re­públi­kana­flokks­ins.

Fyrr­ver­andi efna­hags­málaráðherra Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, staðfesti um miðjan nóvember, að hann ætlaði að einnig að bjóða sig fram.

Manu­el Valls, for­sæt­is­ráðherra Frakklands, er jafnframt talinn líklegur til framboðs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka