Jill Stein breytir um áherslur

Jill Stein, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Græningja.
Jill Stein, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Græningja. AFP

Jill Stein, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Græningja í Bandaríkjunum, hefur breytt um áherslur í baráttu sinni fyrir því að endurtalning verði framkvæmd í Pennsylvaníu-ríki.

Hún segir að erfitt sé að safna tryggingafé upp á eina milljón dollara eins og ríkisdómstóll Pensylvaníu hefur krafist vegna endurtalningarinnar. Hún er því hætt við að krefja dómstólinn um endurtalningu. 

Þess í stað ætlar hún að setja þrýsting á alríkisdómstól um endurtalningu með því að höfða mál á morgun.

„Engar áhyggjur, Stein og fylgismenn hennar ætla áfram að berjast fyrir endurtalningu atkvæða í Pennsylvaníu,“ sagði lögmaðurinn Jonathan Abaday í yfirlýsinu.

„Undanfarna daga hefur það komið í ljós að hindranirnar til að sannreyna kosningarnar í Pennsylvaníu eru svo miklar að réttarkerfi ríkisins er vanbúið til að takast á við vandamálið. Þess vegna munum við óska eftir því að alríkisdómstóll fari í málið,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert