Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur viðurkennt ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárbreytingar á Ítalíu, sem fór fram í dag. Hann segist axla ábyrgð á ósigrinum og hefur ákveðið að segja af sér.
Renzi, sem barðist fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins, hafði áður lýst því yfir að hann myndi segja af sér ef landsmenn myndu hafna breytingunum.
Hann ávarpaði landsmenn í kvöld í kjölfar þess að útgönguspár voru birtar, en samkvæmt þeim unnu andstæðingar breytinganna öruggan sigur.
Frétt mbl.is: Ítalir hafna stjórnarskrárbreytingum
Renzi mun funda með forseta Ítalíu á morgun þar sem hann mun formlega tilkynna um afsögn sína.
Frétt mbl.is: Renzi heldur í vonina
Frétt mbl.is: Stjórna öflugri áróðursvél