Segir að Trump sé gáfaður maður

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, sé gáfaður maður og telur að hann verði fljótur að ná tökum á ábyrgðarhlutverk sínu.

„Honum hefur tekist að ná miklum árangri í viðskiptum og það sýnir að hann er snjall,“ sagði Pútín í viðtali við sjónvarpsstöðina NTV.

„Ef hann er snjall þýðir það að hann verður fljótur að ná tökum á sínu ábyrgðarhlutverki.“

Stjórnvöld í Rússlandi greindu frá því í síðasta mánuði að Pútín og Trump hafi í símtali samþykkt að bæta samskipti Rússa og Bandaríkjanna.

Trump hefur lofað leiðtogahæfni Pútín og kveðst hlakka til „öflugs og langvarandi sambands við Rússland“.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert