Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, sé gáfaður maður og telur að hann verði fljótur að ná tökum á ábyrgðarhlutverk sínu.
„Honum hefur tekist að ná miklum árangri í viðskiptum og það sýnir að hann er snjall,“ sagði Pútín í viðtali við sjónvarpsstöðina NTV.
„Ef hann er snjall þýðir það að hann verður fljótur að ná tökum á sínu ábyrgðarhlutverki.“
Stjórnvöld í Rússlandi greindu frá því í síðasta mánuði að Pútín og Trump hafi í símtali samþykkt að bæta samskipti Rússa og Bandaríkjanna.
Trump hefur lofað leiðtogahæfni Pútín og kveðst hlakka til „öflugs og langvarandi sambands við Rússland“.