Valls fagnar kjöri Van der Bellen

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands.
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands. AFP

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur fagnað sigri Alexander Van der Bellen í forsetakosningunum í Austurríki. Valls segir að sigur Van der Bellen, sem er fyrrverandi formaður Græningjaflokksins, sé áfall fyrir hægriöfgamenn í Evrópu.

Valls, sem mun líklega bjóða sig fram til forseta í Frakklandi, segir að popúlismi verði ekki örlög álfunnar á Twitter, eftir að keppinautur Van der Bellen, Norbert Hofer, lýsti yfir ósigri. 

Frakkar hafa fylgst grannt með forsetakosningunum í Austurríki. Þjóðernissinninn Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, hefur notið mikils stuðnings í skoðanakönnunum að undanförnu, en fimm mánuðir eru þar til Frakkar kjósa sér nýjan forseta sem mun taka við af Francois Hollande. 

Le Pen brást við ummælum Valls með því að segja að Frelsisflokkur Hofers hafi háð góða baráttu, en flokkur hans er andsnúinn fjölgun innflytjenda. Le Pen sagði enn fremur, að flokkurinn myndi standa uppi sem sigurvegari næst. 

Í síðustu viku greindi Hollande frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri og bjó þar með til farveg fyrir Valls til að stíga fram sem frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Búist er við því aði hann muni gera það í vikunni.

Frétt mbl.is: Van der Bellen kjörinn forseti Austurríkis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert