Hóta Rússum

Barack Obama.
Barack Obama. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, ýjar að því að grípa til aðgerða gagnvart Rússum fyrir meint inngrip inn í kosningabaráttuna um forsetaembætti landsins. „Við þurfum að grípa til aðgerða og við munum gera það,“ segir Obama í viðtali við NPR-útvarpsstöðina.

Rússnesk yfirvöld eru sökuð um að hafa brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og í póstkerfi Hillary Clinton og hennar fólks. Stjórnvöld í Rússlandi neita þessu staðfastlega. 

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir ásakanirnar gagnvart Rússum fáránlegar og pólitískar árásir.

Öryggisstofnanir segjast hafa fyrir því áreiðanlegan sannanir að rússneskir tölvuþrjótar sem tengjast forsetaembætti Rússlands standi á bak við árásirnar. 

Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær að forseti Rússlands, Vladimír Pútín, tengist persónulega inn í tölvuárásirnar.

Nokkrum klukkutímum síðar sagði Obama að hann teldi engan vafa leika á því að ef erlendar ríkisstjórnir reyndu að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum verði að grípa til aðgerða og það verði gert þegar rétti tíminn og aðstæður skapast. Eitthvað af því verði upplýst um og birt en annað ekki. Obama segir að Pútín viti af áætlunum hans því hann hafi talað við hann beint um þetta.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka