Trudeau svari fyrir meinta spillingu

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður kallaður fyrir opinbera nefnd sem fjallar um siðferðis- og spillingarmál. Frá því í október hafa fjölmiðlar flutt fréttir af því að hann og aðrir ráðherrar í ríkisstjórn hans hafi veitt auðmönnum sérstaka áheyrn gegn gjaldi. Trudeau mun svara fyrir þessar ásakanir á fundi nefndarinnar. Guardian greinir frá.  

Samkvæmt fjölda frétta af málinu í kanadískum fjölmiðlum snýst þetta um fjáröflunarmatarboð sem vellauðugir einstaklingar héldu á heimilum sínum fyrir Frjálslynda flokkinn, flokk Trudeau. Fólk gat keypt aðgang inn og fengið fyrir vikið áheyrn ráðherra í ríkisstjórn Trudeaus. Miðinn í matarboðið kostaði hundrað og tuttugu þúsund krónur. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort auðmenn gætu með þessum hætti haft meiri áhrif á stjórnmálin en eðlilegt þykir.

Ekki liggur fyrir hvenær Trudeau kemur fyrir nefndina sem fjallar um siðferðis- og spillingarmál. 

Hér er frétt Guardian í heild. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert