Enginn friðarhugur í Trump gagnvart Kína

Hafrannsóknaskipið USNS Bowditch sem var að ná í drónann þegar …
Hafrannsóknaskipið USNS Bowditch sem var að ná í drónann þegar kínverskir sjóliðar gripu hann. AFP

Kín­versk stjórn­völd hafa samþykkt að skila banda­rísk­um yf­ir­völd­um neðan­sjáv­ar­dróna sem sjó­liðar á kín­versku her­skipi lögðu hald á í Suður-Kína­hafi á föstu­dag. Don­ald Trump, verðandi for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ir Kín­verj­um hins veg­ar að halda drón­an­um í enn einu tíst­inu.

Nokk­ur spenna hef­ur verið á milli banda­rískra og kín­verskra stjórn­valda eft­ir að kín­versku sjó­liðarn­ir veiddu drón­ann upp úr haf­inu beint fyr­ir fram­an aug­un á áhöfn haf­rann­sókna­skips banda­ríska sjó­hers­ins á föstu­dag. Banda­ríkja­menn segja að drón­inn hafi verið að safna vís­inda­at­hug­un­um, þar á meðal um hita­stig og seltu sjáv­ar.

Frétt Mbl.is: Segja Banda­rík­in gera of mikið úr at­vik­inu

Eft­ir nokk­urt japl, jaml og fuður þar sem kín­versk yf­ir­völd sökuðu banda­rísk um að bregðast of hart við at­vik­inu samþykktu kín­versk stjórn­völd að skila drón­an­um á viðeig­andi hátt.

Eng­inn friðar­hug­ur var hins veg­ar í Trump sem fór einu sinni sem oft­ar á Twitter til að segja hug sinn.

„Við ætt­um að segja Kína að við vilj­um ekki fá drón­ann sem þeir stálu til baka, leyfið þeim að halda hon­um!“ skrifaði verðandi for­set­inn.

Kín­versk stjórn­völd hafa ekki brugðist við um­mæl­um Trump en þeim var ekki skemmt þegar verðandi for­set­inn ræddi við for­seta Taív­an í síma. Í gær skaut Trump sömu­leiðis á Kín­verja fyr­ir að taka drón­ann og sagði hátt­erni þeirra for­dæma­laust.

Þykja tíst Trump og sím­talið við Taív­an benda til þess að hann muni fylgja harðlínu­stefnu gagn­vart Kína þegar hann tek­ur við embætti í næsta mánuði.

Frétt Washingt­on Post

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka